Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Side 46
HVAÐ VITUM VIÐ UM MENNTUN NEMENDA MEÐ ÞROSKAHOMLUN A ISLANDI?
Finnst kennurum og skólum til dæmis erfiðara að hafa nemendur með þroska-
hömlun í almennum bekkjum eftir því sem þeir eldast og hvað er það sem veldur?
Dæmi eru um allmarga almenna skóla á öllum skólastigum sem leggja metnað í
tilraunir við að skipa fötluðum nemendum með ófötluðum í kennslu og fer þeim
fjölgandi (Ásdís Vatnsdal, Hallveig Thordarson og Helga Sigurjónsdóttir, 1993; Birna
Kjartansdóttir, Hrafnhildur Jósefsdóttir og Ragnheiður Sigurðardóttir, 1992; Bryndís
Sigurjónsdóttir, 1997; Dóra S. Bjarnason, 1998; Fjölnir Ásbjörnsson, 1991; Gretar Mar-
inósson, Auður Hrólfsdóttir, Guðrún Bentsdóttir og Dóra S. Bjarnason, 1990; Hafdís
Guðjónsdóttir, 2004; Hjördís B. Gunnarsdóttir og Regína Rögnvaldsdóttir, 1997; Kol-
brún Gunnarsdóttir, 1996; Ragnhildur Jónsdóttir, 1999; Rósa Eggertsdóttir og Gretar
L. Marinósson, 2002; Sigríður Bílddal, 1996). Flestir höfundar lýsa einstökum skólum
eða einingum og fátt eitt er vitað um hversu algeng slík vinnubrögð eru á hinum
ýmsu skólastigum og svæðum. Einnig eru algengar sögur um að almennir bekkir í
grunnskóla komi ekki til móts við námsþarfir allra nemenda. Þeir nemendur sér-
deildar grunnskóla sem Sigríður Einarsdóttir (2003) rannsakaði voru þar af þeim sök-
um. Þeir sögðu frá því að þeim liði yfirleitt vel í sérdeildinni. Engu að síður fundu
þeir fyrir því að þar væru þeir útundan eða öðruvísi en aðrir nemendur (bls. 129).
Kristín Björnsdóttir (2002, 2003) lýsir því í rannsókn á samskiptum þroskaheftra og ó-
fatlaðra framhaldsskólanema hvernig inntökuskilyrði í framhaldsskóla og aðgrein-
ing nemenda starfsbrauta frá öðrum nemendum leiða oft til félagslegrar einangrun-
ar og útskúfunar nemenda með þroskahömlun í framhaldsskólum.
Vinnubrögð
Ýmislegt er vitað um kennsluaðferðir sem taka tillit til sérþarfa nemenda í einstökum
almennum skólum. Þessi vitneskja kemur aðallega úr skýrslum um þróunarverkefni
eða tilviksathuganir. Tilviksathuganir lýsa afar mismunandi vinnubrögðum, en flest-
um hefðbundnum (Anna Kristín Sigurðardóttir, 1993; Gretar Marinósson og Rann-
veig Traustadóttir, 1994; Kristín Aðalsteinsdóttir, 2000) en þróunarverkefnin kynna
vinnubrögð sem skera sig frá hinum hefðbundnu (Birna Kjartansdóttir o.fl., 1992;
Gretar Marinósson o.fl., 1990; Ragnhildur Jónsdóttir, 1999; Rósa Eggertsdóttir og
Gretar L. Marinósson, 2002). Vitað er að stundum færast vinnubrögð aftur í hefð-
bundnara form þegar þróunarverkefni lýkur eða þegar viðkomandi kennarar flytja
sig um set. Hafdís Guðjónsdóttir (2000) lýsir þó í doktorsritgerð sinni hugmyndum
og vinnubrögðum kennara sem viðhafa að staðaldri fjölbreyttar kennsluaðferðir í
blönduðum bekkjum (sjá einnig Hafdís Guðjónsdóttir, 2004). í rannsókn Regínu
Höskuldsdóttur (1993, bls. 174-177) kom í ljós að við kennslu nemenda með fötlun
þurftu kennarar oftast að víkja verulega frá almennu námsefni grunnskóla. Farið var
hægar yfir námsefnið, námsefnið var aðlagað þörfum nemenda eða útbúið af kenn-
ara. Flestum kennurum fannst auðvelt að finna námsefni en um helmingi kennara
fannst erfitt að velja skynsamleg námsmarkmið fyrir nemendur. í sérdeildum grunn-
skóla og framhaldsskóla mótast val námsefnis og vinnubragða einnig af samsetningu
hópsins (Ágúst Pétursson, 1992; Kristín Björnsdóttir, 2002, 2003; Sigríður Einarsdótt-
ir, 2003). Því er mikilvægt að leita svara við því hvers konar skólatilboð nemendur
44