Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 68
T V Æ R STEFNUR - TVENNS KONAR HEFÐIR í KENNSLU UNGRA BARNA
„Þið sem voruð með risaeðlurnar í eldhúsinu. Það voru þrjár risaeðlur hér
í fataherberginu. Þegar manni er treyst til að vera í herbergi aleinn án full-
orðinna þá er ykkur treyst til að geta það. Annars þarf einhver fullorðinn
að vera að passa ykkur alltaf."
Ekki var jafnmikið frjálsræði í Brekkukoti og var starfsfólkið alltaf til staðar þar sem
börnin voru að leik. Starfsfólkið þar var mjög meðvitað um að styðja við börnin í
þekkingarleit sinni og spurði þau hvetjandi spurninga. Áberandi er virðing fyrir hug-
myndum og skoðunum barnanna og leitast er við að börnin komist að samkomulagi
um hlutina. Eitt sinn þegar verið var að mála spurði stelpa: „Hvernig biandar maður
bleiku?" Jóna svarar: „Já, hvernig blandar maður bleiku er spurningin, hver veit
það?" Og annað barn svarar því. Um vorið ræddu börnin um hvað hafi orðið af lauf-
unum, blómunum og græna grasinu frá því í haust og hvernig ný blóm geta komið í
staðinn fyrir þau sem höfðu visnað og dáið. Börnin settu fræ í krukku og fylgdust
með hvernig því reiddi af og teiknuðu myndir af því sem gerðist. Hér á eftir fara um-
ræður milli barnanna þegar þau skoðuðu krukkurnar sínar:
Jóna nær í krukkurnar sem eru úti í glugga og setur þær á borðið hjá börn-
unum. Börnin skoða með áhuga. I sumum krukkunum er farin að vaxa
planta. Ein stelpa segir að það sé farinn að vaxa stilkur út úr sinni. Jóna
gengur á milli barnanna og skoðar krukkurnar þeirra. Hún segir við einn
strákinn: „Var þetta allt inni í bauninni? En hún var svo lítil." „Hún þurfti
vatn til þess," svarar barnið þá. „Hvað er komið hjá ykkur," spyr hún önn-
ur börn. „Stilkur og laufblað", svara þau. Ein stelpan segir að þau hafi á-
reiðanlega sett meira vatn í krúsina þess vegna sé komið meira hjá þeim.
„Mér finnst svindl að það kemur ekkert hjá okkur Gunnari," segir Jóna.
„Já hann setti alltof mikið vatn," segir þá ein stelpan og önnur bætir við:
„Kannski tekur þetta misjafnlega langan tíma." „Já eða hann setti of mik-
ið vatn, eða kannski tekur þetta misjafnlega langan tíma," endurtekur
Jóna.
Grunnskólakennararnir
Eins og leikskólakennararnir sem tóku þátt í rannsókninni eiga grunnskólakennar-
arnir tveir margt sameiginlegt. Skipulag og umgjörð skólastarfsins í fyrsta bekk í
þeim tveimur grunnskólum sem kennararnir störfuðu við var þó með töluvert ólíku
sniði. Sara var ein með 21 barn í bekk í litlu útihúsi á skólalóðinni í Hæðaskóla. Skóla-
degi barnanna var skipt niður í 40 mínútna kennslustundir. Eftir fyrstu kennslu-
stundina er 15 mínútna hlé, en eftir það eru tvær kennslustundir felldar saman með
15 eða 20 mínútna hléum á milli. Þessi tímaskipting virðist stýra starfinu töluvert og
stundum vera til óhagræðis. Þegar skólabjallan hringir og komnar eru frímínútur þá
er undantekningalaust hætt við það sem verið er að gera og farið í frímínútur.
Árið sem rannsóknin fór fram markaði hins vegar ákveðin tímamót í skipulagi
byrjendakennslunnar í Bryggjuskóla. Sex ára börnin voru öll í sama hópi með tvo
aðalkennara auk viðbótarstarfsfólks. Fyrsti bekkur var til húsa í byggingu sem áður
66