Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 70

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 70
TVÆR STEFNUR - TVENNS KONAR HEFÐIR í KENNSLU UNGRA BARNA fyrir utan. Leggist nú fram á borðið og hugsið hvernig þið viljið hafa þetta." Sara kallar þá á eina stúlku og biður hana að koma til sín því hún ætli að sýna þeim hvernig þau geti látið börnin á myndinni horfa út um gluggann. Biður stúlkuna að snúa baki í bekkinn og bendir börnunum á hvað þau sjái þegar hún snýr baki í þau, eyrun, hárið og hugsanlega nefið. Dreifir þá blöðunum og segir börnunum að hefjast handa og að hún ætli að hlusta á nokkur börn lesa á meðan þau vinni. Stærðfræðikennslan er annar áberandi þáttur í starfinu í fyrsta bekk. Báðir kenn- arar notuðu nýtt námsefni í stærðfræði, Kátt er í Kynjadal og Eining 1 og 2, sem bygg- ist mikið á hlutbundinni vinnu og umræðum. Svipað kennslufyrirkomulag er í báðum skólunum, innlögn fyrir allan hópinn í Hæðaskóla en fyrir minni hópa í Bryggjuskóla og eru börnin öll á sama stað í námsefninu. Auk námsbókanna eru notuð ýmis hjálpargögn svo sem kubbar, gervipeningar, perlur og pinnabretti. Sara er með rúmlega 20 börn í bekk og var því oft hamagangur og fjör þegar unn- ið var á hlutbundinn hátt í stærðfræðinni. Hér að neðan er atvikslýsing úr stærð- fræðitíma sem fór fram í lok febrúar. Sara var að vinna með talningu, talnaskilning og hugtök og tengdi það líkama barnanna og þeim sjálfum. Þegar ég mæti í stofuna hennar Söru þennan morguninn sitja börnin í sæt- unum sínum með A4 blað með fjórum reitum fyrir framan sig. Sara er uppi við töflu og er að vinna að því að búa til súlurit um augun. Hún notar myndvarpa og er með blaðið sem börnin eru með á myndvarpanum. Hún biður börnin að skoða augun á sessunaut sínum og segja hvernig þau eru á litinn. Hún skráir fjölda blárra augna í einn reitinn, brún augu í annan, grá í þriðja reitinn og græn í þann fjórða. Börnin gera eins á blaðið sitt og svo telja þau og sjá að það eru 12 blá augu, 3 brún, 2 grá og 5 græn. Sara leggur síðan til að þau telji hve mörg börn eru mætt og bera saman við augun. Þá segir Sara: „Hvaða litur hefur fæst augu"? „Hvað er fæst" segir barn. Ertu búin að gleyma því segir Sara og útskýrir svo: „Fæstir eru sama og fáir og það sem er lítið af. Það er fæst af gráu. En hvaða lit eru flestir með." Á svipuðum nótum heldur umræðan áfram. Sara var nokkuð gagnrýnin á nýtt námsefni í stærðfræðinni og finnst henni námsleg- ar kröfur hafi aukist mjög mikið á undanförnum árum. Hún telur að í raun sé ekki hægt að bera það saman við það sem áður var í sex ára bekkjum. Áður hafi verið unn- ið með tölur upp í 5 og 10 en nú sé ætlast til að börn geti ráðið við tugi og hundruð. Hún telur hluta barnanna alls ekki ráða við þetta. Hún segir að í námsefninu sé gert ráð fyrir að unnið sé mikið með áþreifanlegt efni, en í raun sé ekki möguleiki á því í svona stórum hópi. Alla vega fylgi því gífurlegur hávaði og læti. María og Vera sam- starfskona hennar eru hins vegar nokkuð ánægðar með þetta nýja námsefni sem þeim finnst höfða vel til barna á þessum aldri. Þær telja að þessar aðferðir gangi vel hjá þeim vegna fyrirkomulagsins og lítilla hópa. Þær bera þetta saman við árið áður þegar þær voru með 20 börn í hóp. 68
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.