Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Qupperneq 71
JÓHANNA EINARSDÓTTIR
„ Við gátum ekki einu sinni búið til einhverja hópa. Það var ekkert hægt að
dreifa þeim. Þannig að það var mjög einföld kennsla í rauninni í stærð-
fræðinni í fyrra", segir Vera og María bætir við: „Já og engin tækifæri til að
nota öll þessi hjálpargögn og allt þetta" og Vera heldur áfram: „Okkur er
uppálagt að ræða mikið um stærðfræðina og þú gerir það ekkert almenni-
lega með 20 krakka."
Þeim finnst, eins og Söru, að gert sé ráð fyrir að farið sé yfir mikið efni í stærðfræð-
inni. Vera segir: „Þetta er svolítið strembið núna, ég finn það. Fyrir suma. En við reyn-
um bara að taka þetta rólega. Ég er alla vega að reyna að innstilla mig á það að vera
ekki með neitt stress. Ég þarf ekkert að klára þessa blaðsíðu."
Enda þótt lestrar- og stærðfræðikennslan væri í forgrunni hjá báðum grunnskóla-
kennurunum og kennsluaðferðirnar áþekkar, mátti þó greina áherslumun í starfinu.
Þegar fylgst er með Söru í starfi kemur fljótlega í ljós brennandi áhugi hennar á
íslenskri tungu. Málörvun og íslenskukennsla eru rauður þráður í starfi hennar. Hún
vinnur með orðatiltæki og kennir börnunum ný orð og hugtök. Hún les fyrir þau
töluvert erfiðar sögur, t.d. þjóðsögur og ljóð, og útskýrir fyrir þeim sjaldgæf orð sem
koma fyrir. Einnig rifjar hún upp efni sögunnar og spyr börnin út í það sem hún les.
Sem dæmi: „Hvað er að festa blund? Að sofna. Hvers vegna festu þau ekki blund?"
Þessi áhugi Söru á íslenskri tungu smitast til barnanna og þau taka oft skemmtilega
til orða og þegar þau skrifa eigin sögur í sögubækur nota sum þeirra sjaldgæf orð
sem Sara hefur kennt þeim. í sögu um bjarnarfjölskyldu skrifar lítil stúlka t.d. að
Stefáni bangsa líði vel með Sóleyju og systur hennar og að henni finnist hann vera
„ljúflingur og nægjusamur."
Sara er einnig mjög áhugasöm um skapandi starf. í daglegu starfi sínu með börn-
unum vinnur hún mikið með myndsköpun. Hún fléttar myndsköpunina gjarnan
öðrum sviðum svo sem lestrarkennslu, málörvun og stærðfræði. Börnin vinna mynd-
ir út frá sögum sem hún les fyrir þau og þegar þjálfaðir eru stafir og hljóð er unnið
að myndrænni útfærslu. Sem dæmi má nefna að þegar Sara kenndi þeim stafinn Þ þá
lét hún þau vinna mynd af þvottasnúru. Hér að neðan er lýsing á þeirri vinnu.
Þegar börnin hafa sest í sætið sitt dreifir Sara til þeirra bláum blöðum og
segir þeim að nú eigi þau að gera snúru. „Þið fáið íspinna pinna sem þið
eigið að nota fyrir staura og þið fáið lím á borðin. Svo þurfið þið að setja
band og svo þurfið þið að klippa út föt til að setja á snúruna." Sýnir þeim
hvernig hægt er að gera. „Hver hengir upp á snúruna?" „Stundum
mamma og stundum pabbi," segir barn. „Amma mín," segir annað barn.
„Já, við þurfum að hafa þann sem hengir upp með. Hvar er þvotturinn,
má hann liggja á jörðinni?" spyr Sara. „í bala," segir barn. „Já, í bala, svo
við þurfum að hafa hann með. Svo þurfum við gras eða eitthvað. En
þurfum við ekki heimilið þeirra eða hús nálægt? Og við hengjum oftast út
í sólskini, er það ekki?" Börnin samsinna þessu og Sara segir þeim að þau
þurfi lím, litina sína og skærin og að þau þurfi að vera nægjusöm með
pappírinn.
69