Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Qupperneq 71

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Qupperneq 71
JÓHANNA EINARSDÓTTIR „ Við gátum ekki einu sinni búið til einhverja hópa. Það var ekkert hægt að dreifa þeim. Þannig að það var mjög einföld kennsla í rauninni í stærð- fræðinni í fyrra", segir Vera og María bætir við: „Já og engin tækifæri til að nota öll þessi hjálpargögn og allt þetta" og Vera heldur áfram: „Okkur er uppálagt að ræða mikið um stærðfræðina og þú gerir það ekkert almenni- lega með 20 krakka." Þeim finnst, eins og Söru, að gert sé ráð fyrir að farið sé yfir mikið efni í stærðfræð- inni. Vera segir: „Þetta er svolítið strembið núna, ég finn það. Fyrir suma. En við reyn- um bara að taka þetta rólega. Ég er alla vega að reyna að innstilla mig á það að vera ekki með neitt stress. Ég þarf ekkert að klára þessa blaðsíðu." Enda þótt lestrar- og stærðfræðikennslan væri í forgrunni hjá báðum grunnskóla- kennurunum og kennsluaðferðirnar áþekkar, mátti þó greina áherslumun í starfinu. Þegar fylgst er með Söru í starfi kemur fljótlega í ljós brennandi áhugi hennar á íslenskri tungu. Málörvun og íslenskukennsla eru rauður þráður í starfi hennar. Hún vinnur með orðatiltæki og kennir börnunum ný orð og hugtök. Hún les fyrir þau töluvert erfiðar sögur, t.d. þjóðsögur og ljóð, og útskýrir fyrir þeim sjaldgæf orð sem koma fyrir. Einnig rifjar hún upp efni sögunnar og spyr börnin út í það sem hún les. Sem dæmi: „Hvað er að festa blund? Að sofna. Hvers vegna festu þau ekki blund?" Þessi áhugi Söru á íslenskri tungu smitast til barnanna og þau taka oft skemmtilega til orða og þegar þau skrifa eigin sögur í sögubækur nota sum þeirra sjaldgæf orð sem Sara hefur kennt þeim. í sögu um bjarnarfjölskyldu skrifar lítil stúlka t.d. að Stefáni bangsa líði vel með Sóleyju og systur hennar og að henni finnist hann vera „ljúflingur og nægjusamur." Sara er einnig mjög áhugasöm um skapandi starf. í daglegu starfi sínu með börn- unum vinnur hún mikið með myndsköpun. Hún fléttar myndsköpunina gjarnan öðrum sviðum svo sem lestrarkennslu, málörvun og stærðfræði. Börnin vinna mynd- ir út frá sögum sem hún les fyrir þau og þegar þjálfaðir eru stafir og hljóð er unnið að myndrænni útfærslu. Sem dæmi má nefna að þegar Sara kenndi þeim stafinn Þ þá lét hún þau vinna mynd af þvottasnúru. Hér að neðan er lýsing á þeirri vinnu. Þegar börnin hafa sest í sætið sitt dreifir Sara til þeirra bláum blöðum og segir þeim að nú eigi þau að gera snúru. „Þið fáið íspinna pinna sem þið eigið að nota fyrir staura og þið fáið lím á borðin. Svo þurfið þið að setja band og svo þurfið þið að klippa út föt til að setja á snúruna." Sýnir þeim hvernig hægt er að gera. „Hver hengir upp á snúruna?" „Stundum mamma og stundum pabbi," segir barn. „Amma mín," segir annað barn. „Já, við þurfum að hafa þann sem hengir upp með. Hvar er þvotturinn, má hann liggja á jörðinni?" spyr Sara. „í bala," segir barn. „Já, í bala, svo við þurfum að hafa hann með. Svo þurfum við gras eða eitthvað. En þurfum við ekki heimilið þeirra eða hús nálægt? Og við hengjum oftast út í sólskini, er það ekki?" Börnin samsinna þessu og Sara segir þeim að þau þurfi lím, litina sína og skærin og að þau þurfi að vera nægjusöm með pappírinn. 69
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189
Qupperneq 190
Qupperneq 191
Qupperneq 192
Qupperneq 193
Qupperneq 194
Qupperneq 195
Qupperneq 196
Qupperneq 197
Qupperneq 198
Qupperneq 199
Qupperneq 200
Qupperneq 201
Qupperneq 202
Qupperneq 203
Qupperneq 204

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.