Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 74
TVÆR STEFNUR - TVENNS KONAR HEFÐIR í KENNSLU UNGRA BARNA
Grunnskólakennararnir töldu hins vegar að foreldrar gerðu kröfur til hefðbund-
innar akademískrar þjálfunar í fyrsta bekk. Einkum fannst Söru að foreldrar gerðu of
miklar kröfur í þessa veru og að töluverður þrýstingur væri frá foreldrum. Hún sagði
að reynsla hennar sýndi að börn þyrftu oft bara tíma og tekur sem dæmi börn sem
spegla stafi. Það sé óþarfi að gera veður út af því vegna þess að þetta komi bara einn
daginn. Henni finnst að í fyrsta bekk eigi að taka hlutina rólega:
Mér finnst bara að þau eigi að komast svona á skrið, fái að finna hvað skóli
er og fái að dunda sér í að skapa og gera.... auðvitað að leggja inn stafina,
mér finnst það, en þau eru bara öll ekki tilbúin.
SAMANTEKT OG UMRÆÐA
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að verulegur munur er á starfsháttum, annars
vegar í þeim tveimur leikskólum sem skoðaðir voru, og hins vegar í grunnskólunum
tveimur. Skipulagið er gjörólíkt og sömuleiðis sá ytri rammi sem starfinu er búinn
með lögum og aðalnámskrám. Starfið í grunnskólunum var mun meira skipulagt
fyrirfram en í leikskólunum og minni sveigjanleiki var í skólastarfinu. Skóladeginum
var skipt niður í 40 mínútna tímabil sem stundum voru felld saman, en frímínútur og
sérgreinar settu svip sinn á hvernig skipulagi vinnunnar með börnunum var háttað.
Skipulag leikskóladeildanna gerir ráð fyrir hreyfingu barnanna og leik en skólastof-
urnar í grunnskólunum voru að mestum hluta þaktar borðum, þar voru einnig töflur
fyrir enda stofunnar. Námskráin og kennsluaðferðirnar eru ólíkar á þessum skóla-
stigum. í grunnskólunum var meira unnið með allan hópinn en í leikskólunum var
hópastarf minnsti hluti starfsins og óbeinar kennsluaðferðir áberandi. Leikskóla-
kennararnir lögðu megináherslu á umönnun, félagsleg samskipti, samvinnu, sjálfs-
mynd og leik og börnin höfðu töluverð áhrif á það sem þau gerðu í leikskólanum.
Grunnskólakennararnir lögðu áherslu á kennslu í lestri og stærðfræði og kennara-
stýrð viðfangsefni.
f skóla Maríu hafði sú nýbreytni verið tekin upp að kennarar fyrsta bekkjar unnu
saman með allan árganginn í húsnæði sem áður hafði verið leikskóli. María og sam-
starfskonur hennar voru mjög ánægðar með þetta fyrirkomulag og nýttu þær þann
sveigjanleika sem þær höfðu til þess að sérhæfa sig í lestri og stærðfræði og skipta
með sér kennslu þeirra greina. Jafnframt gaf þetta skipulag þeim möguleika á að
bjóða daglega upp á frjálsan tíma. Þrátt fyrir þessar breytingar á ytra skipulagi í skóla
Maríu var innihaldið í náminu hjá grunnskólakennurunum tveimur sambærilegt.
Sömu áherslur á námsgeinar, sömu námsbækur og svipað kennslufyrirkomulag.
Niðurstöður þessarar rannsóknar eru í samræmi við fyrri íslenskar rannsóknir
(Jóhanna Einarsdóttir, 2001, 2003a; Rannveig Jóhannsdóttir, 1997) og sömuleiðis er-
lendar rannsóknir sem sýna mismunandi áherslur skólastiganna (Fuqua og Ross,
1989; Hadley, Wilcox og Rice, 1994; Hains o.fl., 1989; Pramling, Klerfelt og Graneld,
1995; OECD, 2001; Vartuli, 1999).
í Ieikskólanum hafa börnin meira ákvörðunarvald yfir því sem þau gera, meira
72