Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 86

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 86
KENNARAR OG EINELTI: Þar sem ekki var um hefðbundið tilviljunarúrtak að ræða er mikilvægt að kanna hvort þeir kennarar sem valdir voru í úrtakið séu á einhvern hátt ólíkir grunnskóla- kennurum á íslandi almennt. Til að meta gæði úrtaksins var hlutfall kennara sem starfa á Iandsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu, kyn og menntun borið saman við upplýsingar um þessa þætti í þýðinu frá Hagstofu íslands. Af þeim sem tóku þátt í könnuninni starfa 60% í skólum á landsbyggðinni en 40% í skólum á höfuðborgar- svæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni frá október 2002 skiptist starfs- fólk við kennslu eftir landsvæðum þannig að 53,5% þess starfaði á höfuðborgarsvæð- inu og 46,5% á landsbyggðinni. Hlutfallið milli kennara á landsbyggðinni og höfuð- borgarsvæðinu í úrtakinu er því ekki það sama og í þýðinu og endurspeglar úrtakið því ekki þýðið að þessu leyti. Af þeim kennurum og leiðbeinendum sem svöruðu spurningalistanum voru 21% karlar og 79% konur. Þetta hlutfall er svo til það sama og í þýðinu þar sem tölur frá Hagstofunni sýna að konur voru 78% kennara á land- inu öllu haustið 2002. Tölurnar sýna einnig að í október 2002 voru 80,2% starfandi kennara með kennsluréttindi í grunnskólum á landinu (Hagstofa íslands, 2002). í úrtakinu er þetta hlutfall 77,8%, sem er litlu lægra en í þýðinu. Þrátt fyrir að tilviljunarúrtak hafi ekki verið notað er úrtakið að mestu leyti dæmi- gert fyrir þýðið og því má ætla að niðurstöður endurspegli viðhorf og reynslu grunn- skólakennara á íslandi. Þó var athugað sérstaklega hvort munur væri á svörum kenn- ara frá höfuðborgarsvæði og landsbyggð þar sem fleiri kennarar í úrtakinu kenna við skóla úti á landi heldur en í þýðinu. í ljós kom munur á svörum kennara eftir lands- svæðum í aðeins sex spurningum af 42. Þar sem meginmarkmið þessarar rannsókn- ar er að kortleggja mat kennara á eigin þekkingu og færni við að taka á einelti teljum við að þrátt fyrir að einhver munur komi fram milli landshluta sé hann ekki það mik- ill að hann hafi afgerandi áhrif á niðurstöðurnar. Þar sem úrtakið er ekki að þessu leyti dæmigert fyrir þýðið, íslenska grunnskólakennara sem hér er ályktað um, setjum við niðurstöðurnar fram með fyrirvara um að tölur gætu hnikast lítillega til í úrtaki sem betur endurspeglar kennarastéttina að þessu leyti. Mælitæki í rannsókninni var notaður frumsaminn spurningalisti byggður að nokkru leyti á niðurstöðum rannsóknar Ragnars L. Ólafssonar og Ólafar Helgu Þór (2000) en einnig á hugmyndum fræðimanna um atriði sem eru mikilvæg fyrir varnir gegn einelti (Nicolaides, o.fl., 2002; Olweus, 1993; Rigby, 1995; Thompson, o.fl., 2002). Fremst í spurningalistanum var þátttakendum gefin eftirfarandi skilgreining á einelti: „Einelti er langvarandi, endurtekið ofbeldi sem felur í sér valdaójafnvægi, misbeitingu á valdi og vilja til að valda öðrum sársauka. Það telst einelti þegar þolandanum er farið að líða illa og hann farinn að beygja af.“ í spurningalistanum eru 42 spurningar, flestar lokaðar en níu eru opnar. í flestum spurningunum voru kennararnir beðnir að svara með því að merkja við kvarða af Likert-gerð með fimm svarmöguleikum. Spurningalistinn skiptist í fimm hluta. í hluta I, sem fjallar um bakgrunn kennara, er spurt um kyn og kennaranám ásamt stærð og staðsetningu skóla sem viðkomandi starfar við. Hluti II fjallar um fræðslu J 84
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.