Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 90
KENNARAR OG EINELTI:
stöðunum kom skýrt fram að kennurunum fannst að þeir hefðu þurft á meiri fræðslu
um einelti að halda í náminu. Nærri allir þátttakendur, bæði menntaðir kennarar og
starfandi leiðbeinendur, samtals 94,2% (+/-2,0), voru fremur eða mjög sammála um
að meiri fræðslu þyrfti til og 97,1% (+/-1,4) töldu að sérhæfð þjálfun og fræðsla um
hvernig eigi að taka á einelti ætti að vera hluti af kennaranámi.
Mikill meirihluti, eða um 80% (+/-3,4) þátttakenda, sögðust hafa fengið fræðslu
um einelti eftir að þeir hófu störf. Kennararnir svöruðu opinni spurningu um hvern-
ig fræðslu hefði verið um að ræða. Flestir nefndu að þeir hefðu farið á ýmiss konar
námskeið og fyrirlestra á vegum skólans sem þeir starfa við en einnig nefndu nokkuð
margir eigin lestur fræðsluefnis, umræður og vinnu við eineltisáætlun skólans.
Viðhorf og hugmyndir um einelti
Til að kanna viðhorf kennaranna til eineltis voru þeir beðnir um að taka afstöðu til
fjögurra fullyrðinga. í ljós kom, eins og sjá má í töflu 1 spurningu 22, að tveir þriðju
hlutar kennara voru fremur eða mjög sammála því að einelti væri mikið vandamál í
íslenskum skólum en mun færri, eða aðeins rúm 8% kennara, voru ósammála fullyrð-
ingunni. Flestir kennaranna eða 88% voru fremur eða mjög sammála því að þeir bæru
mikla ábyrgð á því að taka á einelti (sjá sp. 24). Einnig kom fram að rúmur helming-
ur kennara var fremur eða mjög sammála því að kennarar hefðu mest áhrif á einelti
og önnur samskipti í bekk (sjá sp. 25). Lítill hluti kennara áleit svo ekki vera. Nærri
allir kennararnir töldu að börn og unglingar gætu ekki leyst eineltismál upp á eigin
spýtur (sjá sp. 23).
Mynd 2
Hvaða leiðir teiur þú vera órangursríkastar til að koma í veg fyrir einelti
í grunnskóla? (/V =513)
Góður Samstarf allra Þjálfun og
skólabragur aðila er koma fræðsla fyrir
og að uppeldi kennara
bekkjarandi barna og
ungllnga
18,5
lés
Eineltisáætlun Að Afskiptaleysi
forsprökkum
eineltis sé
refsað
2,3
0,2
0,2
Að
fórnarlömb
eineltis skipti
um skóla
88