Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Side 94
KENNARAR OG EINELTI:
annað efni í ýmsum námskeiðum t.d. í námskeiðinu Náms- og kennslufræði og sér-
kennsla sem er skyldunámskeið á grunnskólabraut. Einnig hefur verið boðið upp á
valnámskeið í agastjórnun og samskiptum í bekk (Kennaraháskóli íslands, 2003).
Samkvæmt niðurstöðum þessarar rannsóknar er ekki nóg að fjalla um einelti sem
hluta af einstökum námskeiðum, eins og virðist hafa verið raunin í Kennaraháskóla
íslands, heldur þarf meira til. Sú fræðsla sem nú er veitt skilar sér ekki nema til um
helmings kennaranema og nýtist þeim ekki sem skyldi. Þessar niðurstöður vekja
spurningar um hvort námskeið um einelti, agastjórnun og samskipti í bekk þyrfti
ekki að vera skyldunámskeið í kennaranámi við skólann. Á námskeiðinu mætti, sam-
kvæmt óskum kennaranna, vera með fræðslu um viðbrögð við einelti, um hvernig á
að halda uppi aga í bekk og búa til góðan bekkjaranda, um viðtalstækni, samskipti
við foreldra og gerð eineltisáætlana. Þess má þó geta að haustið 2003 var í fyrsta
skipti boðið upp á valnámskeið í eineltisfræðum við skólann þar sem lögð var áhersla
á forvarnarstarf og leiðtogahæfileika kennara. Um 50 nemendur á grunnskóla- og
leikskólabraut sóttu námskeiðið.
í erlendum rannsóknum (t.d. Bullock, 2002) hefur komið í ljós að sumir kennarar
líta á einelti sem mál sem börn hafi gott af að leysa sjálf og aðrir kennarar álíta að það
sé ekki þeirra hlutverk að taka á einelti. Viðhorf af þessu tagi hafa þau áhrif að kenn-
arar gera lítið úr tíðni og afleiðingum eineltis, líða það eða líta framhjá því (Lumsden,
2002). Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar á þetta ekki við um íslenska kenn-
ara. Þeir líta svo á að einelti sé mikið vandamál í skólum hérlendis og að þeir beri,
ásamt öðrum, ábyrgð á að koma í veg fyrir það. Einnig telja margir kennarar að þeir
hafi mest áhrif á einelti og önnur samskipti í bekk og að börn og unglingar geta ekki
leyst einelti upp á eigin spýtur. Þetta eru jákvæðar niðurstöður því kennarar sem hafa
slík viðhorf eru líklegir til að grípa til aðgerða. Einnig var kannað hvaða leiðir kenn-
arar telja árangursríkastar til að koma í veg fyrir einelti. Athyglisvert er að svör
kennaranna eru í samræmi við niðurstöður rannsókna og skoðanir fræðimanna á að
jákvæður skólabragur og bekkjarandi skipti mestu máli ásamt samstarfi allra aðila,
þjálfun og fræðslu fyrir kennara og eineltisáætlunum (Olweus, 1993; Rigby, 1995;
Thompson o.fl., 2002). Viðhorf kennaranna til þess að leysa eineltismál með árang-
ursríkum hætti eru því í samræmi við þær leiðir sem sérfræðingar á þessu sviði telja
vænlegastar til árangurs.
Mikilvægt er að kennarar geri sér grein fyrir tíðni eineltis og að þeir hafi færni til
að greina og koma auga á viðvarandi einelti. Gerðar hafa verið margar rannsóknir á
tíðni eineltis meðal grunnskólabarna og inngripi kennara í eineltismál. Eins og fram
hefur komið sýna þessar rannsóknir að kennarar koma einungis auga á hluta þess
eineltis sem raunverulega fer fram, ofmeta eigin hæfileika til að grípa inn í og van-
meta afleiðingar eineltis (Crawford, 2002; Lumsden, 2002; O'Moore o.fl., 1997).
Niðurstöðurnar benda til þess að kennarar þarfnist meiri færni í að greina og koma
auga á einelti. Hægt er að auka þessa færni með markvissri þjálfun og fræðslu í kenn-
aranámi og með símenntun.
Þrátt fyrir að meirihluta kennaranna finnist að þeim gangi fremur vel að taka á ein-
elti þegar það kemur upp þá er greinilegt að margir þeirra finna fyrir óöryggi, kvíða
92