Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 104
B0ÐSKIPT1 Í LEIKSKÓLA
I þessari rannsókn var markmiðið að kanna boðskipti barna og sjá hvernig leikfé-
lagar og kennarar brugðust við þeim. Einnig að varpa ljósi á viðhorf starfsmanna til
samskipta barna og til eigin hlutverks í því sambandi.
Þetta var gert með því að:
1. Athuga innbyrðis boðskipti barna í frjálsum leik og íhlutun starfsmanna.
2. Athuga boðskipti barna og íhlutun starfsmanna í hópstarfi.
3. Athuga viðhorf starfsmanna til barnanna.
4. Athuga hvernig starfsfólk lítur á nám barnanna í þeim aðstæðum sem til
athugunar voru og á hlutverk sitt í því sambandi.
AÐFERÐ
í rannsókninni var beitt eigindlegum rannsóknaraðferðum en þær eru taldar vel til
þess fallnar að athuga tengsl og samskipti fólks. Eigindleg greining byggir á fjöl-
breyttum gögnum og felur í sér túlkun á hegðun og því sem fólk segir og er sett fram
sem lýsing og skýring (Bogdan og Biklen, 1998; Hitchcock og Hughes, 1995). Gagna-
öflun fólst í því að gerðar voru vettvangsathuganir og voru megingögnin mynd-
bandsupptökur samkvæmt aðferð Marte meo. Við myndbandsupptöku er rannsak-
andi ekki þátttakandi í aðstæðunum heldur stendur fyrir utan. Kosturinn við mynd-
bandsupptöku er sá að hægt er að skoða öll smáatriði oft eftir á. Helsti ókosturinn er
hins vegar sá að myndavélin fangar einungis hluta af því sem gerist í félagslegum
samskiptum í raunveruleikanum. Það getur verið erfiðleikum bundið að fylgja
mörgum börnum eftir í leik þar sem mikil hreyfing er á þeim. Vettvangsathuga-
semdir bæði áður en upptökur fara fram og á eftir geta bætt upp það sem gerist fyrir
utan linsu vélarinnar. Þannig er hægt að skoða upptökurnar í stærra samhengi og fá
betri heildarmynd.
Auk þess voru tekin hálfopin viðtöl við starfsfólk deildanna. Samkvæmt Kvale
(1997) eru einkenni hálfopinna viðtala sveigjanleiki sem gefur viðmælanda mögu-
leika á að koma með nýja sýn og víkka út sjónarhorn umræðuefnisins.
Vettvangur
Rannsóknin fór fram á þremur deildum í leikskóla á höfuðborgarsvæðinu og var
leyfa aflað frá foreldrum, persónuvernd, rekstraraðila leikskóla auk leikskólastjóra. Á
hverri deild voru þrír til fjórir starfsmenn, þar af einn leikskólakennari sem jafnframt
var deildarstjóri. Börnin voru fjögurra til fimm ára gömul. Athyglin beindist að þeim
börnum sem leikskólakennarar töldu að féllu undir skilgreiningu Johannessen (1992)
um einkenni samskiptaerfiðleika leikskólabarna. Erfiðleikarnir einkennast oft af lítilli
stjórn á hegðun og koma t.d. fram í því að barn eyðileggur leik hjá öðrum, klípur aðra
eða ræðst á þá. Einnig geta þeir birst í bældri hegðun, t.d. að barn tekur ekki þátt í
leik eða dregur sig út úr sameiginlegum verkefnum.
Þegar rannsóknin fór fram voru það einungis drengir sem féllu undir þá skilgrein-
ingu sem lögð var til grundvallar um samskiptaerfiðleika. Drengirnir; Tumi, Einar,
102