Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 104

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 104
B0ÐSKIPT1 Í LEIKSKÓLA I þessari rannsókn var markmiðið að kanna boðskipti barna og sjá hvernig leikfé- lagar og kennarar brugðust við þeim. Einnig að varpa ljósi á viðhorf starfsmanna til samskipta barna og til eigin hlutverks í því sambandi. Þetta var gert með því að: 1. Athuga innbyrðis boðskipti barna í frjálsum leik og íhlutun starfsmanna. 2. Athuga boðskipti barna og íhlutun starfsmanna í hópstarfi. 3. Athuga viðhorf starfsmanna til barnanna. 4. Athuga hvernig starfsfólk lítur á nám barnanna í þeim aðstæðum sem til athugunar voru og á hlutverk sitt í því sambandi. AÐFERÐ í rannsókninni var beitt eigindlegum rannsóknaraðferðum en þær eru taldar vel til þess fallnar að athuga tengsl og samskipti fólks. Eigindleg greining byggir á fjöl- breyttum gögnum og felur í sér túlkun á hegðun og því sem fólk segir og er sett fram sem lýsing og skýring (Bogdan og Biklen, 1998; Hitchcock og Hughes, 1995). Gagna- öflun fólst í því að gerðar voru vettvangsathuganir og voru megingögnin mynd- bandsupptökur samkvæmt aðferð Marte meo. Við myndbandsupptöku er rannsak- andi ekki þátttakandi í aðstæðunum heldur stendur fyrir utan. Kosturinn við mynd- bandsupptöku er sá að hægt er að skoða öll smáatriði oft eftir á. Helsti ókosturinn er hins vegar sá að myndavélin fangar einungis hluta af því sem gerist í félagslegum samskiptum í raunveruleikanum. Það getur verið erfiðleikum bundið að fylgja mörgum börnum eftir í leik þar sem mikil hreyfing er á þeim. Vettvangsathuga- semdir bæði áður en upptökur fara fram og á eftir geta bætt upp það sem gerist fyrir utan linsu vélarinnar. Þannig er hægt að skoða upptökurnar í stærra samhengi og fá betri heildarmynd. Auk þess voru tekin hálfopin viðtöl við starfsfólk deildanna. Samkvæmt Kvale (1997) eru einkenni hálfopinna viðtala sveigjanleiki sem gefur viðmælanda mögu- leika á að koma með nýja sýn og víkka út sjónarhorn umræðuefnisins. Vettvangur Rannsóknin fór fram á þremur deildum í leikskóla á höfuðborgarsvæðinu og var leyfa aflað frá foreldrum, persónuvernd, rekstraraðila leikskóla auk leikskólastjóra. Á hverri deild voru þrír til fjórir starfsmenn, þar af einn leikskólakennari sem jafnframt var deildarstjóri. Börnin voru fjögurra til fimm ára gömul. Athyglin beindist að þeim börnum sem leikskólakennarar töldu að féllu undir skilgreiningu Johannessen (1992) um einkenni samskiptaerfiðleika leikskólabarna. Erfiðleikarnir einkennast oft af lítilli stjórn á hegðun og koma t.d. fram í því að barn eyðileggur leik hjá öðrum, klípur aðra eða ræðst á þá. Einnig geta þeir birst í bældri hegðun, t.d. að barn tekur ekki þátt í leik eða dregur sig út úr sameiginlegum verkefnum. Þegar rannsóknin fór fram voru það einungis drengir sem féllu undir þá skilgrein- ingu sem lögð var til grundvallar um samskiptaerfiðleika. Drengirnir; Tumi, Einar, 102
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.