Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Síða 109

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Síða 109
HRONN PALMADOTTIR fremur hillur þar sem tómum umbúðum er raðað upp. Einnig eru dúkkur og dúkku- kerra í herberginu. Meðan börnin voru að leik voru kennarar að mestu í fremsta herbergi deildarinn- ar. Til þess að líta til með börnunum á heimilissvæði verður að koma inn í herbergið eða í gættina sem er hurðarlaus. Það var gert öðru hverju og einnig leituðu börnin fram eftir aðstoð. Sjónarhornið beinist að því hvað Tumi gerir til þess að vekja á sér athygli eða ná sambandi við leikfélagana og hver viðbrögð leikfélaganna eru. Einnig er íhlutun Sigrúnar leiðbeinanda athuguð. Eftirfarandi dæmi eru ríkjandi fyrir sam- skiptin í leiknum. Höfnun leikfélaga Tumi fylgist vel með því sem gerist í kringum hann og reynir að hafa áhrif. Hann beitir ógnandi svipbrigðum til þess að stjórna leiknum. Þegar samleikur myndaðist á milli stúlknanna þriggja horfði Tumi t.d. hvasst á þær, setti í brýrnar og skipaði þeim ógnandi röddu að „opna" búðarkassann. Tumi tekur ekki undir tilraunir Ástu og Önnu um leik. Ásta segir með leikröddu „pabbi" en Tumi lítur á hana og svarar frekjulega „nei" og heldur áfram að stökkva í dýnunum. Anna hoppar margoft ofan af borðinu yfir í dýnurnar og lítur á hann án þess að hann bregðist við. Beta hoppar í dýnum og lítur á Tuma og hann brosir og hermir eftir henni. Þau eiga í stuttum samleik þar sem þau tjá gleði með svipbrigð- um. Sigrún leiðbeinandi kemur inn og bannar börnunum að hoppa. Ásta vekur á sér athygli þar sem hún dansar um með hljóðum, en Sigrún endurtekur að bannað sé að vera í dýnunum og fer af vettvangi. Athygli og áhugi Tuma beinist að búðarkassan- um og fara samskiptin milli barnanna fram í kringum hann. Beta kemur með peninga og sýnir Tuma. Hann tekur þá af henni, hallar undir flatt og horfir á hana og segir: „Hvernig peningar eru þetta?" Hann fer fram og spyr Lindu leiðbeinanda hvað standi á seðlunum. Honum er svarað með upplýsingum um hvað standi á seðlunum og hann endurtekur með ýktum raddhljómi það sem honum er sagt og lætur þannig í það skína að honum finnist mikið til koma. Anna og Ásta halda sig í námunda við búðarkassann og Tuma. Atök milli barna Tumi tók úlpu af Ástu, sem hún hafði áður rétt honum í þeim tilgangi að fá hann í leik en hann hafnað. Sigrún leiðbeinandi tók hana af Tuma og lét Ástu hafa hana með þeim orðum að „þið getið ekki farið bæði í þetta." Þegar líða tekur á leiktímann eru börnin beðin að taka saman. Tumi stendur hjá fataskápnum og borar í nefið. Ásta gengur fram hjá og stígur í ógáti ofan á ristina á honum, en hún er í inniskóm. „Á," æpir Tumi og sparkar í kvið hennar í tvígang. Ásta grætur og heldur um kviðinn. Sigrún stendur hjá þeim og Tumi lítur á hana og segir með samanbitnum vörum: „Hún meiddi mig-hún steig ofan á mig." Tuma er svarað að það hafi verið óvart hafi hún stigið ofan á hann. Sigrún tekur utan um handlegg- inn á Tuma og leiðir hann í sætið við borðið. 107
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.