Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Side 128

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Side 128
HUGMYNDIR UM FLUTNING MENNTUNAR ... Ýmsir fræðimenn halda því fram að ein helsta ástæða þessarar þenslu háskóla- stigsins sé sú alþjóðlega tilhneiging að færa starfsmenntun af neðra skólastigi á há- skólastig. Sem dæmi má nefna menntun kennara, hjúkrunarfræðinga, endurskoð- enda og tæknimenntun. Þessi tilhneiging hefur á ensku verið nefnd the academic drift, hér þýtt sem háskólatilhneigingin (Kivinen og Rinne, 1994, bls. 518; sjá einnig Morphew, 2000). Undanfarin 35 ár hefur starfsmenntun ýmissa starfsstétta á íslandi færst á háskóla- stig og ýmsar leiðir verið farnar til þess. Menntun hjúkrunarkvenna var færð úr Hjúkrunarkvennaskóla íslands í læknadeild Háskóla íslands árið 1973. Annað starfs- nám fylgdi í kjölfarið svo sem nám ljósmæðra, nám í listum og nám leikskólakenn- ara, þroskaþjálfa og íþróttakennara. íslenskt menntakerfi á sjöunda og áttunda áratugnum Sjöundi og áttundi áratugurinn voru afar mikilvægir hvað snertir breytingar og þró- un menntakerfisins, en aðaleinkenni þess á þeim tíma voru þensla menntakerfisins og menntaumbætur á vegum íslensku ríkisstjórnarinnar (Fox, 1990; Ingólfur Á. Jóhannesson, 1991; Ólafur Proppé, Sigurjón Mýrdal og Bjarni Daníelsson, 1993; Sigur- jón Mýrdal, 1996). Samkvæmt lögum frá 1946 var íslenskt menntakerfi fjórskipt árið 1971: 1) barna- fræðsla; 2) gagnfræðaskólastig, en nemendur gátu lokið unglingaprófi, miðskólaprófi eða landsprófi sem var inngönguskilyrði í menntaskólana. Ef nemendur luku ekki landsprófi gátu þeir bætt við fjórða árinu og lokið gagnfræðaprófi; 3) mennta- og sér- skólastig. Kennaraskóli íslands tilheyrði því stigi og menntaði barnakennara; 4) há- skólastig, þ.e.a.s. Háskóli íslands og var honum m.a. ætlað að mennta kennara á gagnfræðaskólastigi og menntaskólastigi (Lög um fræðslu barna, 1946). Á sjötta og sjöunda áratugnum önnuðu gagnfræðaskólar, mennta- og sérskólar ekki eftirspurn eftir námi að loknu skyldunámi. Árið 1962 voru einungis þrír mennta- skólar í landinu sem útskrifuðu stúdenta, auk Verzlunarskóla íslands. Nám í mennta- skólum var fyrir fáa útvalda og skortur var á fjölbreyttari námstilboðum. Gagnfræð- ingar áttu mjög takmarkaða möguleika á námi á menntaskóla- og sérskólastigi. í lok heimsstyrjaldarinnar síðari voru 1500 nemendur í menntaskólum eða sérskól- um, árið 1984 voru þeir 15000. Aukning framhaldskólanema var fimmtán sinnum meiri en íbúafjölgun (OECD, 1987). í kjölfar þessarar aukningar fjölgaði nemendum einnig í Háskóla íslands. Árið 1950 var fjöldi nemenda í Háskóla íslands 631, árið 1960 voru þeir 790 talsins og 1310 árið 1968.5 Annað einkenni sjöunda áratugarins voru menntaumbætur á landsvísu. Árið 1966 réðst þáverandi menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, í umfangsmiklar menntaum- bætur. Markmiðið var að endurskipuleggja allt skyldunámið og semja nýtt námsefni 5 í skýrslu háskólanefndar (1969) sem átti að gera tillögur að skipulagi Háskóla fslands nœstu 20 árin spáði nefndin að nemendafjöldi myndi þrefaldast á næstu tíu árum. Nefndin lagði til að auka fjölbreytni í námsframboði Háskóla íslands í formi styttri námsbrauta. Ekki var fjallað um kenn- aramenntun sérstaklega (Háskólanefnd, 1969). 126
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.