Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 128
HUGMYNDIR UM FLUTNING MENNTUNAR ...
Ýmsir fræðimenn halda því fram að ein helsta ástæða þessarar þenslu háskóla-
stigsins sé sú alþjóðlega tilhneiging að færa starfsmenntun af neðra skólastigi á há-
skólastig. Sem dæmi má nefna menntun kennara, hjúkrunarfræðinga, endurskoð-
enda og tæknimenntun. Þessi tilhneiging hefur á ensku verið nefnd the academic drift,
hér þýtt sem háskólatilhneigingin (Kivinen og Rinne, 1994, bls. 518; sjá einnig
Morphew, 2000).
Undanfarin 35 ár hefur starfsmenntun ýmissa starfsstétta á íslandi færst á háskóla-
stig og ýmsar leiðir verið farnar til þess. Menntun hjúkrunarkvenna var færð úr
Hjúkrunarkvennaskóla íslands í læknadeild Háskóla íslands árið 1973. Annað starfs-
nám fylgdi í kjölfarið svo sem nám ljósmæðra, nám í listum og nám leikskólakenn-
ara, þroskaþjálfa og íþróttakennara.
íslenskt menntakerfi á sjöunda og áttunda áratugnum
Sjöundi og áttundi áratugurinn voru afar mikilvægir hvað snertir breytingar og þró-
un menntakerfisins, en aðaleinkenni þess á þeim tíma voru þensla menntakerfisins
og menntaumbætur á vegum íslensku ríkisstjórnarinnar (Fox, 1990; Ingólfur Á.
Jóhannesson, 1991; Ólafur Proppé, Sigurjón Mýrdal og Bjarni Daníelsson, 1993; Sigur-
jón Mýrdal, 1996).
Samkvæmt lögum frá 1946 var íslenskt menntakerfi fjórskipt árið 1971: 1) barna-
fræðsla; 2) gagnfræðaskólastig, en nemendur gátu lokið unglingaprófi, miðskólaprófi
eða landsprófi sem var inngönguskilyrði í menntaskólana. Ef nemendur luku ekki
landsprófi gátu þeir bætt við fjórða árinu og lokið gagnfræðaprófi; 3) mennta- og sér-
skólastig. Kennaraskóli íslands tilheyrði því stigi og menntaði barnakennara; 4) há-
skólastig, þ.e.a.s. Háskóli íslands og var honum m.a. ætlað að mennta kennara á
gagnfræðaskólastigi og menntaskólastigi (Lög um fræðslu barna, 1946).
Á sjötta og sjöunda áratugnum önnuðu gagnfræðaskólar, mennta- og sérskólar
ekki eftirspurn eftir námi að loknu skyldunámi. Árið 1962 voru einungis þrír mennta-
skólar í landinu sem útskrifuðu stúdenta, auk Verzlunarskóla íslands. Nám í mennta-
skólum var fyrir fáa útvalda og skortur var á fjölbreyttari námstilboðum. Gagnfræð-
ingar áttu mjög takmarkaða möguleika á námi á menntaskóla- og sérskólastigi.
í lok heimsstyrjaldarinnar síðari voru 1500 nemendur í menntaskólum eða sérskól-
um, árið 1984 voru þeir 15000. Aukning framhaldskólanema var fimmtán sinnum
meiri en íbúafjölgun (OECD, 1987). í kjölfar þessarar aukningar fjölgaði nemendum
einnig í Háskóla íslands. Árið 1950 var fjöldi nemenda í Háskóla íslands 631, árið
1960 voru þeir 790 talsins og 1310 árið 1968.5
Annað einkenni sjöunda áratugarins voru menntaumbætur á landsvísu. Árið 1966
réðst þáverandi menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, í umfangsmiklar menntaum-
bætur. Markmiðið var að endurskipuleggja allt skyldunámið og semja nýtt námsefni
5 í skýrslu háskólanefndar (1969) sem átti að gera tillögur að skipulagi Háskóla fslands nœstu 20
árin spáði nefndin að nemendafjöldi myndi þrefaldast á næstu tíu árum. Nefndin lagði til að auka
fjölbreytni í námsframboði Háskóla íslands í formi styttri námsbrauta. Ekki var fjallað um kenn-
aramenntun sérstaklega (Háskólanefnd, 1969).
126