Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Síða 135
GYÐA JÓHANNSDÓTTIR
staklega fróðar um einstök atriði.6 í viðtölunum var reynt að kafa dýpra og fá svör við
spurningum sem ekki var að finna í heimildunum. Þessar lykilpersónur voru valdar
í samræmi við það hlutverk sem gengið var út frá að þær hefðu gegnt í flutnings-
ferlinu. Viðtölin voru hálfopin og tóku um það bil eina til tvær klukkustundir. Sér-
hver viðmælandi var spurður um sérstök atriði sem tengdust flutningsferlinu.
Heimildirnar voru flokkaðar samkvæmt tvíþættu kóðunarkerfi. í fyrsta lagi voru
gögnin kóðuð samkvæmt kóðunarkerfi 1 þar sem greindir voru fjórir röksemdaflokk-
ar. Flokkarnir vísuðu til: Röksemda sem vísuðu til hugmynda um sértæka fræðilega
þekkingu, röksemda sem náðu yfir hugmyndir um virðingarstöðu, röksemda sem
tengdust sögulegu samhengi og röksemda sem féllu ekki undir flokkana þrjá en voru
engu að síður afdrifaríkar fyrir framgang málsins.
Næsta skref var að skrifa upp og flokka öll atriði umræðunnar samkvæmt ofan-
greindum fjórum meginflokkum. Að því loknu var skrifað skjal sem innihélt öll atrið-
in sem höfðu verið kóðuð samkvæmt þessari kóðunaraðferð. Heimildagreining var
gerð á grundvelli þessa skjals og rökin sem birtust í heimildagreiningunni voru
kóðuð samkvæmt kóðunarkerfi II sem byggðist á hagsmunahópanálgun Burrage og
félaga og tímanálgun Torstendahls.7
I
HELSTU NIÐURSTÖÐUR OG UMRÆÐA
Hópar sem kröfðust eða lögðust gegn flutningi menntunar barnakennara
ó hóskólastig
Næstum allir hagsmunahóparnir studdu stúdentspróf eða sambærilegt próf sem inn-
tökuskilyrði fyrir verðandi barnakennara. Fram til ársins 1997 var stúdentspróf skil-
greining á háskólastigi. Ríkisvaldið og hinn verðandi háskóli, Kennaraháskóli
íslands, voru virkustu hagsmunhóparnir. Hin verðandi fagstétt, Samband íslenskra
barnakennara, studdi flutning menntunarinnar á háskólastig, en að öðru leyti var
hún ekki virk í umræðunni að undanskildum leiðtogum stéttarinnar. Hinn óbreytti
kennari var ekki virkur í umræðunni. Þessi óvirkni hins almenna kennara er í sam-
ræmi við rannsóknarniðurstöður íslenskra fræðimanna (Ingólfur Á. Jóhannesson,
1993; Sigurjón Mýrdal, 1996).
Skjólstæðingar, það er að segja kennaranemar, tóku þátt í umræðunni og beittu sér
fyrir eigin hagsmunum. Undir fyrirsögninni „Kennaraskólanemar mótmæla
6 Greinargerð um lykilpersónur og þær spumingar sem lagðar voru fyrir þær er að finna í viðauka
III með doktorsritgerð Gyðu Jóhannsdóttur (2001).
7 Kóðun samkvæmt hagmunahópanálgun gaf hugmynd um virkni hópanna fjögurra. Kóðun sam-
kvæmt tímanálgun Torstendahls greindi á milli röksemda sem annars vegar féllu undir eðlislægu
víddina, þ.e.a.s. hvort rökin endurspegluðu hugmyndir um nauðsyn sértækrar fræðilegrar þekk-
ingar barnakennara til þess að kennarinn gæti gegnt starfi sínu. Undir þessa vídd féllu einnig rök
sem tengdu nauðsyn sértækrar fræðilegrar þekkingar við samfélagsþróun. Hins vegar var kann-
að hvaða röksemdir féllu undir stjórnlistarvíddina til að athuga hvort til staðar væru röksemdir
sem endurspegluðu yfirtökuaðferð (sóst eftir einkennum viðurkenndra fagstétta) og útilokun (rök
sem vörðu einkenni viðurkenndra fagstétta). Fjallað er nánar um kóðun gagna í doktorsritgerð
Gyðu Jóhannsdóttur (2001, bls. 73-74 og bls. 100-105).
133