Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 138

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 138
HUGMYNDIR UM FLUTNING MENNTUNAR ... Eins og sést í töflu 1 voru flestar röksemdirnar samkvæmt stjórnlistarvíddinni, bæði útilokun og yfirtökuaðferð. Greiningin leiddi einnig í ljós þriðju víddina, kcrfisvídd- ina, en undir hana féllu rök sem snertu fyrst og fremst kerfið og ad hoc aðgerðir, rök sem hvorki var hægt að flokka undir eðlislægu víddina né stjórnlistarvíddina. Sam- kvæmt nálgun Torstendahls er ekki gert ráð fyrir fleiri en tveim víddum til eiginlegr- ar greiningar. Sögulegt samhengi var einhverskonar bakland víddanna tveggja og gat ef til vill skýrt mismunandi vægi víddanna. Stjórnlistarvíddin felur í sér tvenns konar rök, þ.e.a.s. útilokun og yfirtökuaðferð. Gott dæmi um yfirtökuaðferð eru rök Magnúsar Kjartanssonar alþingismanns fyrir því að gera stúdentspróf að inntökuskilyrði í Kennaraháskólann. Hann leggur áherslu á að æ fleiri nemendur ljúki stúdentsprófi og því sé rétt að inntökuskilyrði í kennaranám séu þau sömu og í Háskóla íslands. Hann bendir enn fremur á að í flestum vestrænum ríkjum sé stúdentspróf inntökuskilyrði í kennaranám og ekki megi gera minni kröfur á íslandi (Alþingistíðindi B2,1970, bls. 1397). Þessi röksemd sýnir að það er reynt að sækjast eftir eftirsóknarverðu einkenni Há- skóla íslands, en einnig eftirsóknarverðu einkenni kennaramenntunar í öðrum lönd- um. Eftirfarandi tilvitnun í Björn Pálsson alþingismann er aftur á móti dæmi um úti- lokunarrök: Ég er ekki að lá kennurunum við Kennaraskólann, þó þeir vilji allt í einu verða prófessorar, dósentar og lektorar. Það er ekki nema mannlegt og eðlilegt. Vafalaust hækka þeir eitthvað í launum við þetta og svo eru þessar nafnbætur. En ef breytingin er ekki til annars en þess hefur það ekki hagnýta þýðingu. Mér skilst að það eigi að vera sömu kennarar ... Ég er ekki að gera lítið úr hæfileikum þeirra en allt í einu eiga þeir að verða pró- fessorar, dósentar og lektorar o.s.frv. og allt með háskólasniði ... Satt að segja finnst mér svolítið yfirlæti í þessu frumvarpi. (Alþingistíðindi B2, 1970, bls. 1385-1386) Björn Pálsson færir hér rök fyrir því að það sé vafasamt að kennarar kennaranema fái háskólatitla og reynir því að koma í veg fyrir það. Þar með reynir hann að útiloka að þeir fái þessi einkenni háskóla. Eins og áður er getið byggjast rök samkvæmt eðlislægu víddinni á hugmyndum um að í samræmi við samfélagsþróun þurfi barnakennari að ráða yfir sértækri fræði- legri þekkingu sem hann aflar sér í háskóla; öðruvísi geti hann ekki gegnt því starfi sem honum er ætlað. Það kom á óvart hve röksemdir samkvæmt eðlislægu víddinni voru fáar, takmarkaðar og óljósar. Þær vísuðu aðallega til framtíðarsýnar um tengsl rannsókna og kennslu háskólakennara hins nýja Kennaraháskóla eins og hún birtist í frumvarpinu og lögunum um Kennaraháskóla íslands (Alþingistíðindi A2, 1970; Lög um Kennaraháskóla íslands, 1971). I frumvarpinu frá 1971 voru afar fáar röksemdir sem tengdu nauðsyn flutnings menntunar barnakennara við hið nýja hlutverk kennarans sem sérfræðings í námi og kennslu svo og hvernig það hlutverk tengdist þjóðfélagsbreytingum á þessum tíma. Áhersla skal þó lögð á það hér að talsmaður flutningsins, Broddi Jóhannesson, gerði 136
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.