Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Síða 150

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Síða 150
MAT Á NOTKUN UPPLÝSINGA- OG SAMSKIPTATÆKNI ... hópa á fjarkennslustöðum. Fjarnemum fjölgar hratt og hefur hlutfall þeirra farið allt upp í 40% af heildarnemendafjölda skólans. Síaukið vægi fjarnáms hefur haft þau áhrif að upplýsinga- og samskiptatækni leikur æ veigameira hlutverk í þróun skólans. Á upphafsárum Háskólans á Akureyri hafði fólk tilhneigingu til að líta á tölvu fyrst og fremst sem vél til ritvinnslu. Víst má telja að fáir hafi getað ímyndað sér að jafnmiklar breytingar yrðu á umhverfi háskólastofnana hvað tölvunotkun varðar og raunin hefur orðið. Síaukin notkun upplýsinga- og samskiptatækni í námi og kennslu og hröð þróun á því sviði kallar á að háskólar endurskoði stöðugt þau við- mið sem þeir setja til að tryggt sé að háskólinn sem æðri menntastofnun undirbúi nemendur sem best undir líf og starf í samfélagi framtíðarinnar. Eitt af skilgreindum markmiðum í stefnuskrá Háskólans á Akureyri frá 2001 er að búa nemendur sem best undir að nýta sér upplýsingatækni í lífi og starfi og stuðla að því að kennarar þrói kennsluhætti sína. Því var það áhugavert verkefni að leggja mat á stöðu skólans í þessum efnum. Reynt var í matinu að svara eftirfarandi spurn- ingum: • Hver er þáttur upplýsinga- og samskiptatækni í þróun Háskólans á Akureyri sem stofnunar? • Hvernig er notkun upplýsinga- og samskiptatækni háttað í námi og kennslu í Háskólanum á Akureyri og hver er þáttur hennar í námi fjarnema? Greinarhöfundur hafði starfað sem verkefnastjóri fjarkennslu við Háskólann á Akur- eyri frá haustinu 2000 og kom því að verkefninu „innan frá" ef svo má að orði komast. Var tilgangurinn ekki hvað síst sá að dýpka eigin þekkingu á viðfangsefnum starfsins og geta miðlað afrakstri verksins til þeirra sem koma að stefnumótun til framtíðar. Matið og þær ályktanir sem af því eru dregnar grundvallast á því gildis- mati að miklu skipti fyrir þróun háskólastofnunar að upplýsinga- og samskiptatækni sé nýtt í námi og kennslu á þann hátt að hún auðgi námið og stuðli að því að mennt- unin sem skólinn veitir verði nemendum haldgott veganesti þegar út á völlinn er komið. VIÐMIÐ MATS Skipta má í þrjá meginflokka þeim viðmiðum sem liggja til grundvallar matinu. í fyrsta lagi er þau að finna í stefnumótun háskólans sjálfs sem birtist í stefnuskrá hans. f öðru lagi má greina þau í stefnumótun menntamálayfirvalda og í þriðja og síðasta lagi birtast þau í þeirri fræðasýn sem þróast hefur á síðustu árum ekki hvað síst vegna aukins vægis upplýsingatækni í þróun háskólanáms og háskólakennslu. Haustið 2000 hófst kerfisbundin stefnumótunarvinna í Háskólanum á Akureyri. Afrakstur þeirrar vinnu birtist síðan í stefnuskrá sem fól í sér stefnumótun og mark- mið fyrir árin 2001-2003. í stefnuskránni eru sett markmið sem bæði lúta að ytra og innra ferli starfseminnar. Þar er kveðið á um hlutverk skólans sem æðri menntastofn- unar á landsbyggðinni, s.s. það að stuðla að jafnvægi í byggð landsins og efla nýsköp- 148
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.