Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Síða 151
ANNA ÓLAFSDÓTTIR
un og rannsóknarstarf á landsbyggðinni. Einnig eru þar sett þau markmið að Háskól-
inn á Akureyri búi nemendur með skipulegum hætti undir að nota upplýsingatækni
í lífi og starfi. Kveðið er á um að tryggt verði að nemendur fái þjálfun og kennslu í
tölvufærni, að þeir nái tilskilinni færni í upplýsingalæsi og verði færir um að nýta
tölvur á skapandi hátt í námi og störfum. Sé litið til markmiða sem varða kennslu má
nefna að lögð er áhersla á að Háskólinn á Akureyri verði leiðandi í að taka upp nýja
kennsluhætti og vinni markvisst að framförum og nýsköpun á sviði kennslu (Háskól-
inn á Akureyri, 2001).
Menntamálayfirvöld hafa komið að stefnumótun á sviði upplýsinga- og sam-
skiptatækni á margvíslegan hátt. í því sambandi má nefna tillögur ráðuneytisins um
menntun, menningu og upplýsingatækni sem settar voru fram árið 1996 undir kjör-
orðunum / krafti upplýsinga. Þar endurspeglast kröfur um að menntastofnanir nýti
upplýsingatækni á markvissan hátt til að auka þjónustu og hagræði í menntakerfinu
(Menntamálaráðuneytið, 1996). Árið 2001 setti ráðuneytið fram verkefnaáætlun í raf-
rænni menntun og birtist hún í ritinu Forskot til framtíðar. Þar er lögð áhersla á að nýta
beri kosti Netsins sem upplýsingaveitu og þróa kennsluhætti á þann veg að sem
minnstur greinarmunur sé gerður á staðnámi og fjarnámi. Bent er sérstaklega á að
möguleikarnir í þessu sambandi séu hvað mestir á háskólastiginu (Menntamálaráðu-
neytið, 2001).
Þegar litið er yfir fræðasviðið má sjá að mikið hefur verið fjallað um áhrif upplýs-
inga- og samskiptatækni á þróun háskólamenntunar. Umræðan hefur ekki hvað síst
beinst að áhrifum tækninnar á þróun háskólastofnana, kennsluhætti og gæði náms.
Haddad og Draxler (2002) benda á að innleiðing upplýsinga- og samskiptatækni í
skólakerfinu sé ferli sem krefjist nákvæmrar greiningar á námsmarkmiðum, leggja
þurfi raunsætt mat á möguleika tækninnar, ekki hvað síst á það hvaða forsendur og
skilyrði þurfi að vera til staðar til að tryggt sé að upplýsinga- og samskiptatæknin
bæti menntun.
í umfjöllun um þróun háskólastofnana hefur verið bent á að ör tækniþróun, vax-
andi kostnaður í menntakerfinu, hnattvæðing og markaðsvæðing menntunar og
síauknar kröfur um gæði kalli á breyttar áherslur í háskólamenntun. Þessar breyt-
ingar þurfi m.a. að fela í sér ákveðinn viðsnúning í háskólasamfélaginu frá kennslu-
menningu yfir í ndmsmenningu; mikilvægt sé að menntunin einkennist af margbreyti-
leika með áherslu á nemendamiðað nám sem stuðli að virkni og taki mið af framtíð-
inni (Peters, 2000).
í kennslulíkani sem M. Allyson Macdonald (2002) hefur þróað vekur hún athygli
á ýmsum atriðum sem taka þurfi mið af við ákvarðanir um nám og kennslu. Sumum
þessara atriða geti kennarar og stjórnendur stýrt. Það eigi til dæmis við um námskrá,
námsefni, kennsluathafnir og námsmat. Önnur séu þess eðlis að þeim geti kennarar
hvorki stýrt né heldur upplifað. Þessi atriði lúti t.d. að stöðu nemenda í upphafi
náms, námsathöfnum þeirra og árangri náms. Allyson bendir á að eigi kennsla að
vera markviss og árangursrík sé nauðsynlegt að taka tillit til allra þessara atriða í
ákvarðanatökuferlinu.
Weigel (2002) hefur þróað kennslulíkan byggt á hugmyndum Entwistle um
dýptarnám' (e. deep learning) sem sett er fram sem andstæða yfirborðsnáms (e. surface
149