Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Síða 151

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Síða 151
ANNA ÓLAFSDÓTTIR un og rannsóknarstarf á landsbyggðinni. Einnig eru þar sett þau markmið að Háskól- inn á Akureyri búi nemendur með skipulegum hætti undir að nota upplýsingatækni í lífi og starfi. Kveðið er á um að tryggt verði að nemendur fái þjálfun og kennslu í tölvufærni, að þeir nái tilskilinni færni í upplýsingalæsi og verði færir um að nýta tölvur á skapandi hátt í námi og störfum. Sé litið til markmiða sem varða kennslu má nefna að lögð er áhersla á að Háskólinn á Akureyri verði leiðandi í að taka upp nýja kennsluhætti og vinni markvisst að framförum og nýsköpun á sviði kennslu (Háskól- inn á Akureyri, 2001). Menntamálayfirvöld hafa komið að stefnumótun á sviði upplýsinga- og sam- skiptatækni á margvíslegan hátt. í því sambandi má nefna tillögur ráðuneytisins um menntun, menningu og upplýsingatækni sem settar voru fram árið 1996 undir kjör- orðunum / krafti upplýsinga. Þar endurspeglast kröfur um að menntastofnanir nýti upplýsingatækni á markvissan hátt til að auka þjónustu og hagræði í menntakerfinu (Menntamálaráðuneytið, 1996). Árið 2001 setti ráðuneytið fram verkefnaáætlun í raf- rænni menntun og birtist hún í ritinu Forskot til framtíðar. Þar er lögð áhersla á að nýta beri kosti Netsins sem upplýsingaveitu og þróa kennsluhætti á þann veg að sem minnstur greinarmunur sé gerður á staðnámi og fjarnámi. Bent er sérstaklega á að möguleikarnir í þessu sambandi séu hvað mestir á háskólastiginu (Menntamálaráðu- neytið, 2001). Þegar litið er yfir fræðasviðið má sjá að mikið hefur verið fjallað um áhrif upplýs- inga- og samskiptatækni á þróun háskólamenntunar. Umræðan hefur ekki hvað síst beinst að áhrifum tækninnar á þróun háskólastofnana, kennsluhætti og gæði náms. Haddad og Draxler (2002) benda á að innleiðing upplýsinga- og samskiptatækni í skólakerfinu sé ferli sem krefjist nákvæmrar greiningar á námsmarkmiðum, leggja þurfi raunsætt mat á möguleika tækninnar, ekki hvað síst á það hvaða forsendur og skilyrði þurfi að vera til staðar til að tryggt sé að upplýsinga- og samskiptatæknin bæti menntun. í umfjöllun um þróun háskólastofnana hefur verið bent á að ör tækniþróun, vax- andi kostnaður í menntakerfinu, hnattvæðing og markaðsvæðing menntunar og síauknar kröfur um gæði kalli á breyttar áherslur í háskólamenntun. Þessar breyt- ingar þurfi m.a. að fela í sér ákveðinn viðsnúning í háskólasamfélaginu frá kennslu- menningu yfir í ndmsmenningu; mikilvægt sé að menntunin einkennist af margbreyti- leika með áherslu á nemendamiðað nám sem stuðli að virkni og taki mið af framtíð- inni (Peters, 2000). í kennslulíkani sem M. Allyson Macdonald (2002) hefur þróað vekur hún athygli á ýmsum atriðum sem taka þurfi mið af við ákvarðanir um nám og kennslu. Sumum þessara atriða geti kennarar og stjórnendur stýrt. Það eigi til dæmis við um námskrá, námsefni, kennsluathafnir og námsmat. Önnur séu þess eðlis að þeim geti kennarar hvorki stýrt né heldur upplifað. Þessi atriði lúti t.d. að stöðu nemenda í upphafi náms, námsathöfnum þeirra og árangri náms. Allyson bendir á að eigi kennsla að vera markviss og árangursrík sé nauðsynlegt að taka tillit til allra þessara atriða í ákvarðanatökuferlinu. Weigel (2002) hefur þróað kennslulíkan byggt á hugmyndum Entwistle um dýptarnám' (e. deep learning) sem sett er fram sem andstæða yfirborðsnáms (e. surface 149
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.