Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Síða 152
MAT Á NOTKUN UPPLÝSINGA- OG SAMSKIPTATÆKNI ...
learning) (sbr. Entwistle, 2001). Hugmyndin um dýptarnám tengist náið kenningum
hugsmíðahyggjunnar, einkum þeirri sem kennd er við félagslega hugsmíðahyggju
(sbr. Weigel, 2002). Nálgun í námi sem byggir á félagslegri hugsmíðahyggju miðar
fyrst og fremst að því að nám eigi sér stað í félagslegu samhengi þar sem nemendur
eru virkir í eigin þekkingaruppbyggingu (Þuríður Jóhannsdóttir, 2001). Weigel leggur
áherslu á að tæknin þurfi að auðga nám þannig að nemendur öðlist gegnum náms-
ferlið merkingarbæra reynslu; að öðrum kosti sé hún lítils virði. Með dýptarnámi sé
stuðlað að aðstæðutengdri þekkingu (e. conditionalized knowledge) og ígrundaðri
hugsun (e. metacognition) með þátttöku í virku námssamfélagi (e. communities of
inquiry).1 2 Með aðstæðutengdri þekkingu er átt við að þekking verði til í því samhengi
þar sem hún kemur nemandanum að gagni. ígrunduð hugsun vísar til hæfileikans að
greina og meta eigin skilning á því sem verið er að nema, þ.e. hvort fullnægjandi
skilningur hefur náðst og ef ekki hvað gera þurfi til að svo verði. Forsendur fyrir
hvoru tveggja séu þær að námið eigi sér stað í félagslegu samhengi með þátttöku í
virku námssamfélagi (Weigel, 2002).
Garrison og Anderson (2000) taka einnig mið af hugmyndum um dýptarnám
þegar þeir fjalla um áhrif upplýsinga- og samskiptatækni á nám og kennslu. Þeir
benda á mikilvægi þess að skoða áhrifin í samhengi við gæði þess árangurs sem
námið skilar. í því sambandi benda þeir á að nemendur nálgist nám sitt eftir tveim-
ur ólíkum leiðum; annars vegar sé um að ræða djúpa og merkingarbæra úrvinnslu
upplýsinga, hins vegar yfirborðslega úrvinnslu. Það hvor nálgunin hafi yfirhöndina
fari eftir því hvaða kennslunálgun sé valin. Kennsla sem byggi á kynningum eða
fyrirlestrum þar sem upplýsingum sé miðlað sé líkleg til að stuðla að yfirborðslegri
úrvinnslu ólíkt því sem gerist þegar kennslan miði að leiðsögn til skilnings þar sem
áhersla sé lögð á samræðu og gagnrýna íhugun. Fyrirlestraaðferð og leiðsagnarað-
ferð séu þannig mjög ólíkar leiðir þar sem sú fyrri miði að því að deila upplýsingum
en sú seinni byggist á að deila skilningi.
Við mat á notkun upplýsinga- og samskiptatækni í Háskólanum á Akureyri voru
þau viðmið sett, með skírskotun til ofangreinds, að mikilvægt væri fyrir þróun Há-
skólans á Akureyri:
• að notkun upplýsinga- og samskiptatækni í námi og kennslu hefði þróast í takt
við stefnuskrármarkmið Háskólans á Akureyri frá árinu 2001 sem miðuðu að
góðri tölvufærni, færni í upplýsingalæsi og skapandi nýtingu töiva meðal
nemenda, sem og að nýsköpun og framförum í kennslu með sérstaka áherslu á
nýja kennsluhætti.
1 Hugtakið dýptarnám er kynnt sem þýðing á hugtakinu deep learnig í M.Ed. verkefni höfundar og
átti Sigurður Kristinsson, lektor við Háskólann á Akureyri hugmyndina að íslensku þýðingunni
(Anna Ólafsdóttir, 2003).
2 Hugtökin eru þýdd í M.Ed. verkefni höfundar og er hér stuðst við sömu þýðingu (Anna Ólafs-
dóttir, 2003).
150