Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Side 154

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Side 154
MAT Á NOTKUN UPPLÝSINGA- OG SAMSKIPTATÆKNI ... á sviði fjarkennslu tengist náið notkun upplýsinga- og samskiptatækni í stofnuninni og var sú reynsla úr starfi nýtt við matið þar sem við átti. Framkvæmd spurningalistakönnunar var með þeim hætti að könnunin var send út á Netinu gegnum vefkönnunarkerfið Outcome síðla á haustmisseri 2002. Alls svör- uðu 416 nemendur sem voru um 40% af heildarnemendafjölda það misserið. Kynja- hlutfall og hlutfall fjarnema og staðnema í svörum reyndist nánast það sama og þýðisins. I könnuninni sem lögð var fyrir kennara tóku 60 kennarar þátt og var hlut- fall svarenda þar 54%. Svarhlutfall var því fremur lágt úr báðum könnunum en ekki er hægt að segja til um hversu mörg netföng voru í notkun af þeim sem könnunin var send á. Líklegt verður að teljast að einhver hluti nemenda og kennara hafi aldrei séð tölvupóst um könnunina en ekki er mögulegt að segja til um hversu stór hluti það var þar sem ekki var hægt að rekja saman svör þátttakenda og netföng. Unnið var með megindleg gögn í tölfræðiforritinu SPSS og var notast við lýsandi tölfræði við úrvinnslu. Við úrvinnslu eigindlegra gagna úr viðtölum og opnum spurningum úr spurningalistakönnun var notuð sú aðferð að flokka gögnin og greina þau í þemu. Forritið QSR Nvivo Nud*ist var notað við þá greiningu. NIÐURSTÖÐUR VIÐTALA VIÐ STJÓRNENDUR Þróun stofnunar Af viðtölum við stjórnendur má ráða að landsbyggðarsjónarmið hafi mikið haft að segja um þróun Háskólans á Akureyri sem stofnunar eins og glöggt má greina í orðum stjórnandans sem hér mælir: Ef við lítum á námsframboð HA þá hefur það þróast þannig að í töluvert miklum mæli tengist námsframboðið ákveðnum fagstéttum, hjúkrunar- fræðingum, kennurum, viðskiptafræðingum o.s.frv. og í mörgum tilvikum eru þetta háskólamenntaðar fagstéttir sem hefur verið allmikill skortur á, á landsbyggðinni og það hefur verið svona okkar útgangspunktur. Síðan færist starfssvæði og upptökusvæði háskólans út um land, til þess höfum við notað upplýsingatæknina ... fjarnámið er kannski mjög mikilvægt fyrir áframhaldandi þróun stofnunarinnar því að þátttaka í fjarnáminu er ákveðinn leiðarvísir hvernig námsfyrirkomulag þróast í framtíðinni, þess vegna er mikilvægt fyrir stofnunina að leggja áherslu á fjarnámið, því að við erum ekki í fjarnáminu fjarnámsins vegna heldur það að fjarnámið hefur áhrif á alla stofnunina og þá sérstaklega staðbundna námið og breytir þannig kennsluháttum í staðbundnu námi. Ljóst er að hlutverk Háskólans á Akureyri sem háskólastofnunar á landsbyggðinni hefur bæði áhrif á þróun námsframboðs og uppbyggingu á sviði upplýsingatækni í námi og kennslu. Drifkraftur þessarar þróunar er fyrst og fremst áhersla stofnunar- innar á framboð fjarnáms. Flestir stjórnendur nefndu að hraður vöxtur Háskólans á Akureyri hefði valdið 152
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.