Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Side 176
MEÐ GILDUM SKAL LAND BYGGJA - GILDAGRUNNUR SKÓLANS
2. Þau hjdlpa okkur þegar við þurfutn að velja á milli pólitískra stefna eða trúarbragða.
3. Þau leiðbeina okkur þegar við þurfutn að kynna okkur sjálffyrir öðrum.
4. Þau leiðbeina þegar mat er lagt og dómar felldir um okkur sjálfog aðra.
5. Gildi eru mikilvæg þegar við notum þau sem viðmið við samanburð á okkur sjálfum
og öðrum.
6. Þau eru mikilvæg þegar við reynum að sannfæra eða hafa áhrifá aðra. Þau gefa vit-
neskju um trú annarra, viðhorf gildi eða athafnir sem við getum reiknað með, and-
mælt eða rökrætt og það hjálpar okkur að leggja mat á hvort vert sé að reyna að hafa
áhrifá aðra.
7. Gildi eru mikilvæg þegar við greinum og leggjum mat á fyrirbæri, reynum að finna
skýringar á trú, sannfæringu eða athöfn, og hvort við persótiulega eða félagslega
getum samþykkt þau.
Rokeach bendir einnig á að við ákveðnar kringumstæður er það ekki eitthvert eitt
gildi sem hefur áhrif á okkur heldur fleiri en eitt. Þess vegna endurspeglast persónu-
leg gildi einstaklingsins í athöfnum hans. Með öðrum orðum eru gildin mælikvarði
á viðhorf okkar til þess hvernig við tökumst á við lífið, hvernig við metum þær
manneskjur sem við mætum á lífsleiðinni og hvernig við metum okkur sjálf.
ÓLÍK GILDI
Gildi koma fram í ólíku samhengi og þau má merkja á þeim orðum sem sögð eru. Til
eru mörg ólík gildi og þau birtast í orðum eins og rétt og rangt, fallegt og Ijótt, gott
og vont. Gildi geta því bæði verið jákvæð og neikvæð. Þau eru ólík að gerð og þau
snerta ólík svið mannlífsins. Gildi má aðgreina eins og gert er hér fyrir neðan:
- Gildi tengd skynjun og nautnum. Gildisdómar í þessum flokki eru gjarnan
tengdir smekk, lykt og tilfinningu.
Dæmi: Strákar! Það er kjöt í matinn. Iltnur afnýbökuðu brauði er góður.
- Fagurfræðileg gildi sem tengjast upplifun augans og eyrans af hinu fagra.
Dæmi: Skólinn á að hjálpa nemendum að njóta myndlistar. Góð tónlist auðgar góðan
stnekk hjá nemendum.
- Hagnýt gildi sem taka mið af notagildi.
Dæmi: Hópaskiptingin gekk upp í dag. Kennslustofan er vel innréttuð. Hægt er
einnig að tala um hagnýta gildisdóma þegar rætt er t.d. um hlutverk kennarans
og hann talinn góður kennari.
- Efnahagsleg gildi þar sem áherslan er á efnahagslegar afleiðingar.
Dæmi: Við rekstur skólans á að halda sig við fjárhagsáætlanir. Aðhaldssemi skal gætt
við reksturinn.
- Siðferðileg gildi er snerta rétta eða ranga hegðun fólks, tilgang og ástæður hegð-
unar.
Dæmi: Það er rangt að bera Ijúgvitni. Það er rangt að slúðra utn aðra. Það er rétt að
vinna að skóla fyrir alla (Hedin, 1997).
í Aðalnámskrá grunnskóla, almennum hluta (1999), er talað um siðferðileg gildi sam-
174