Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 183

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 183
GUNNAR E. FINNBOGASON almennum hluta (1976, bls. 12), kemur þetta sjónarmið skýrt fram. Þegar rætt er um hlutverk skólans varðandi siðgæðisþroska og hvernig stuðla megi að honum í skóla- starfinu segir: „Markmiðið ætti að vera þroskun siðferðilegrar dómgreindar og rök- færslu fremur en að komast að sameiginlegri niðurstöðu, sem sagt sameiginleg leit en ekki boðun." Hér er lögð áhersla á að nemendur taki sjálfir afstöðu. Þeir þurfa ekki að vera sammála um málefni heldur eiga þeir að læra af því að takast á um þau og lokaniðurstaðan í samræðunum þarf ekki að vera málamiðlun. Að baki þessari hug- myndafræði liggur sá skilningur að hægt sé að læra af því að takast á um skoðanir. Niðurstöður úr samræðunum geta verið ólíkar en þær eru virtar þrátt fyrir ólík sjón- armið. Það að taka þátt í lýðræðislegu starfi í anda ígrundaðrar lýðræðissýnar felur í sér að takast á, taka afstöðu og bregðast við með hliðsjón af lýðræðislegum gildagrunni skólans. LOKAORÐ Siðfræðin snýst um samskipti og mannleg tengsl. Maðurinn er félagsvera og lifir í samfélagi við aðra. Við upphaf lífs fæðumst við inn í ákveðið samhengi og ákveðin vensl. Tengsl okkar við hið liðna ákvarða m. a. hver við erum. Tengsl við aðra hafa bæði meðvituð og ómeðvituð áhrif á líf fólks. Siðfræðin reynir að gera öll þessi tengsl meðvituð og hindrar að við lifum lífi eins og við værum ekki háð öðrum og hegðun okkar hafi ekki afleiðingar fyrir aðra. Það er mikilvægt að vera meðvitaður um að það reynir fyrst á siðferðið þegar við mætum annarri manneskju og ákvarðanir og hegðun okkar hafa áhrif á aðra allt í kringum okkur. Vegna þessa verður samtalið svo mikilvægt og til að það verði lifandi þarf að skapa vettvang og farveg til að nemendur geti tekist á um skoðanir, tekið af- stöðu og brugðist við. Samtal nemenda á að mótast af ákveðnum gildum sem eru frekar útlistuð í námskrá. Þessi gildi eru uppistaðan í gildagrunni skólans og allt skólastarf á að taka mót sitt af honum. Það skiptir máli að sátt ríki um gildagrunninn til að starfsfriður ríki í skólanum en eftir því sem íslenskt samfélag þróast meira í átt til fjölhyggju er hætt við að meiningar verði deildari um hvaða gildi skuli leggja áherslu á. Auk þess geta verið skiptar skoðanir á því hvernig beri að skilja þau gildi sem nefnd eru í nýju námskránni frá 1999. Stjórnvöld þyrftu að túlka þau og tilgreina nánar. Það er athyglisvert að í námskránum frá 1976 og 1989 er gerð meiri tilraun til að túlka gildin en í nýju námskránni frá 1999. í nýju námskránni eru nefnd ákveðin gildi en við vitum lítið um hver hlutur skólans er í að koma þeim til skila. Þetta er mikilvægt rannsóknarefni. Mörgum spurningum er ósvarað varðandi gildagrunn skólans. Hér eru nokkrar mikilvægar spurningar sem gætu orðið kveikja að frekari umræðu. Er áhersla á gilda- grunn skólans dæmi um siðferðilega upplausn í samfélaginu? Er umræða um aftur- hvarf til gömlu gildanna dæmi um siðferðilega taugaveiklun? Er gildagrunnurinn til- kominn vegna þess að áhrif kirkjunnar hafa farið þverrandi og því talið mikilvægt að festa nokkur gildi sem hinn minnsta sameiginlega samnefnara í afhelguðu samfélagi? 181
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.