Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Qupperneq 7
JÖU.NN
Uppreistin gegn siðmenningunni.
Eftir Ludwig Lewisohn.
[Ludwig Lewisohn er einn hinna merkustu rithöfunda í
Bandaríkiunum um þessar mundir. Oft er hann nefndur í
sömu andránni og Theodore Dreiser, Sinclair Lewis, Sher-
wood Anderson og Heiningway. Frægastur er hann fyrir
skáldsöguna „The Case of Mr. Crump“ (dönsk þýðing:
Tilfældet Herbert Crump). Sú bók kom út í París vegna
þess, að hún fékst ekki prentuð í Bandaríkjunum, en því
olli hispursleysi höf. og bersögli um ýmsar veilur í hjú-
skaparlífi betra fólks þar vestra. Þetta var árið 1927, en
síðan hefir hver skáldsagan rekið aðra, og Lewisohn nú
löngu viðurkendur og skipað á bekk með fremstu skáldum
Vesturheims.
Lewisohn er innborinn Þjóðverji (fæddur i Berlin 30.
niaí 1882), en af Qyðingaættum. Hann fluttist vestur á
æskualdri, en hefir síðar ferðast mikið um Evrópu og
dvalist þar langvistum. Hann er maður kristinn og með-
limur amerísku Metodistakirkjunnar. Lærður er hann vel
og víðmentaður, hefir um margra ára skeið verið kennari í
Þýzku og þýzkum bókmentum við háskóla vestra og tekið
doktorsgráðuna í þeim fræðum. Og auk skáldritanna hefir
hann getið sér mikinn orðstír fyrir bækur sínar um menn-
ingarleg og bókmentaleg efni. Hann hefir ritað bók um
þýzkar nútíðarbókmentir, aðra um frönsk ljóðskáld, enn aðra
um leikiist og auk þess bækur um Gyðingaþjóðina, fortið
hennar og afstöðu í nútímanum, — enn fremur heim-
spekilegt rit um hið skapandi líf o. m. fl. — Lewisohn er
maður, sem þekkir og skilur samtíð sina flestum betur,
og eru því orð hans og dómar þung á metunum. Ritgerð
þá, er hér fer á eftir, birti hann í hinu stórmerka og víð-
lesna ameríska tímariti Harpers Magazine, ágústheftinu
1933.]