Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Síða 10
184
Uppreistin gegn siðmenningunni.
IÐUNN
friðarins og sáttfýsinnar. Hann varð að vera tákn
hins frjálsa persónuleika, sem unir aleinn með guði
sínum. Hann varð að vera tákn þess gagnrýnandi
mannvits, sem er hinu „heilaga æði“ allri viðurstygð
verra. Hann varð að vera ógermanskur, óheiðinn og
andstæður heiðninni. — Pað varð að vera Gyðingurinn.
— Það varð að vera Gyðingurinn Jesús. Nú gátu
þeir ekki krossfest Jesú. Þá krossfestu þeir Gyðinginn.
Og þetta er orsök þess, að Gyðingum er ekki leyft að
hverfa frjálsum úr því viti, sem þeim hefir verið búið.
Á hvaða táknrænum óvini ætti hið „heilaga æði“ að
svala heiðnu, sjálfúðgu hatri sínu, ef ekki væru Gyð-
ingar til að misþyrma? Enginn láti sér til hugar koma,
að ég taki hér of djúpt í árinni. Kaþólska kirkjan er
grimmilega skygn á hið heiðna eðli þýzku byltingar-
innar og hina táknrænu endurkrossfestingu Jesú. Það
var ekki út í loftið, að furstabiskupinn í Köln bað fyrir
Gyðingunum í Þýzkalandi til síðustu stundar. Það var
heldur ekki út í loftið, að kardinál-erkibiskupinn í
París fól trúuðum inönnum í söfnuðunum að minnast
hinna ofsóttu Gyðinga Þýzkalands í bænum sínum.
Það var engin grunnúðug góðmenska, sem stýrði gerð-
um þessara preláta. En í nafni hinna almennu félags-
hugsjóna kirkjunnar risu þeir til mótmæla gegn heiðnu
og samanherptu kynstofnsdrambi Nazistanna. Þeir mót-
mæltu hinni táknrænu heiðnu árás á sjálfan grundvöll
hins gyðing-kristilega siðgæðis- og menningar-arfs.
Vér skulum nú kanna lítillega hið sérstaka innihald
hins „heilaga brjálæðis" þessarar heiðnu uppreistar.
Kjarninn í trúarjátningu hennar er ofstækiskend full-
vissa um allsherjar yfirburði arisk-germanska kynstofns-
ins. Öll mein Þýzkalands eiga rætur sínar að rekja
til þess, að líkamlega og andlega hefir þessi kynstofn