Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Page 12

Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Page 12
186 Uppreistin gegn siðmenningunni. IÐUNN sem enn á ný eru orðnir að villimönnum.“ — Vert er .að veita því athygli, að þetta vitfirta kynstofnsdramb beinist ekki einungis gegn Semítum og lituðum þjóð- flokkum, heldur einnig gegn Rómönum og Keltum. Fyrsta skrefið í áttina til þessara styrjalda, ham- fara og sigurvinninga verður, eins og gefur að skilja, uð vera endurhreinsun hins germanska kynstofns af framandi blóði og trúarbrögöum. Verða þá Gyðingar -og kristinn dómur fyrst fyrir barðinu á þeim. Kirkj- urnar, sem á yfirborðinu varðveita að sönnu hinn arf- genga kennistíl, eru nú endurskipulagðar frá þessu rsjónarmiði sem ariskar og germanskar kirkjur. Petta er óhjákvæmilegt, þar sem Nazistar hafa opinberlega afneitað siðalögmáli Jesú um leið og þeir hafa skafið upp heiðnar dygðir forfeöra sinna. Þannig var ræða. :sem Franz von Papen hélt á dögunum í Miinster og reyndar setti hálfgerða klýju að blaðalesenduin alls staðar um heim, ekkert annað en gleiðgosaleg útlegg- ing á höfuð-kennisetningu Nazista: „Bókmentir, sem stuðla að friði, skilja ekki hinn germanska viðbjóð á því að deyja í sóttarsæng. . . . Fyrst og fremst eru fulltrúar þjóðernisbyltingarinnar gunnreifir hermenn, líkamlega og siðferðilega." — Að svo miklu leyti, sem þeir eru ekki orðnir „gunnreifir hermenn“ á siðsamlegan(l) hátt, þarf ekki að efa, að séð verður um, að þeir verði það, — með kynstofns- hreinsun, með ný-heiðni, með því að fjötra hugsunar- þróttinn í blindri hlýðni, unz búið er að gera alla þjóðina gráa fyrir járnum og draga gasgrímur á hvert snjáldur og germanskur himinfögnuður yfir því að deyja á vígvellinum er orðinn æðsta hugsjón hvers Þjóðverja. Enn kynnu lesendur mínir að væna mig um ýkjur.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.