Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Page 13

Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Page 13
ÍIÐUNN Uppreistin gegn siðmenningunni. 187 En svo vel ber í veiði, bæði oss til fróðleiks og við- vörunar, að Þýzkaland á prófessora. Og einn af þeim, prófessor Alfred Beumler, sem gegnir hinu nýstofnaða embætti sem kennari í pólitískri uppeldisfræði(l) í Berlín, hefir leyst allan vafa um markmið hins þriðja ríkis: „Gegn þeirri tegund mentaðs manns, sem heim- spekin hefir verið að bögglast við að skapa, ber að setja hermanninn. Það hefir verið siður að álíta her- manninn óandlegan, og menn gerðu sér ekki ljóst, að herinn var líftaugin í menningu þjóðarinnar. Það var engin heimspekileg hugsjónafroða eða mannkærleika- vella, sem vann orrusturnar í ófriðinum mikla. Það var hin óskrifaða heimspeki hersins. Markmið vorrar nýju heimspeki er að sameina í hærri einingu hinar fölsku andstæður: andi—afl.“ — Lengra verður ekki komist í sviksamlegri misnoíkun heimspekilegra orð- tækja en hér er gert. Það, sem einfaldlega er átt við með þessari „hærri einingu andstæðunnar andi—afl“, er dýrkun hins nakta ofbeldis, er framið sé af hreinum norrænum Þjóðverjum, afneitun allrar siðferðiskend- ar, allrar samúðar, allrar blygðunar, allrar auðmýktar. Allsherjar taglhnýtingsháttur skilyrðislausrar og blindr- ar þrælhlýðni hermannsins, sem alinn hefir verið upp til þess að skoða rán og morð sem hin æðstu gæði, er opinberlega viðurkend hugsjón hins þriðja ríkis. Hve djúpt þessi heiðna uppreist grípur í tilbeiðslu sinni á villimenskunni, verður ljósast af því að virða fyrir sér þýzka háskóla, sem einu sinni voru sterkustu vígi andlegs frelsis og rannsókna. Þar hafa Nazistar nú sett í öndvegi nýja kenningu um eðli þekkingar- innar, sem réttlætir öll hermdarverk stúdentafélaga Nazista og drepur af sjálfu sér alt það, sem hingað

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.