Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Page 14
188
Uppreistin gegn siðmenningunni.
IÐUNN
til hefir verið kallað mannvit og vísindi. Samkvæmt
pessari nýju kenningu verður sannleikur ekki ráðinn
af hlutrænum gögnum og staðreyndum. Sannleikann
öðlast menn með tilfinningunni, sérstaklega tilfinningu
ómengaðra Þjóðverja. Mannvitið á að vera „auðmjúk-
ur f>jónn“ pessa þýzka innblásturs. Vei þeim, sem
dirfist að tefla viti sínu gegn þessum þýzka innblæstri
„foringjanna". Og það er reyndar ein meginkenning
hins spaka Wolters og lærisveina hans, að hin nýþýzka
afstaða altækrar hlýðni til altækrar skipunar útiloki
sjálfstæði í hugsun: „Þeim ber að niðurlægja sig
takmarkalaust, sem hetjunni þjónar", slík var skil-
greining Wolters á anda hins nýja Þýzkalands. Og
jiessi andi smýgur nú eins og eitur úr 'fyrirlestra-
sölum Nazista-prófessoranna út í hverja stofnun og
hvern félagsskap í ríkinu. Það er verið að steypa upp
alla gerð félagslegs lífs í Þýzkalandi með furðulegum
hraða. Hvarvetna hefir alt skipulag lýðræðis og sjálf-
stjórnar verið brotið niður. Þjóðin hefir kosið sér það
skipulag, að vera eins og múgur, sem hefir gert sig
sinnulausan með æsilyfjum og öskrar og froðufellir og
þyrlast um í berserksæði, þegar „foringjarnir“, „hetj-
urnar“, styðja á hinn sérþýzka tilfinningaknapp. Ot af
svæðum ómengaðs þýzks vitundarlífs á að stjaka öllum,.
sem ekki eru Þjóðverjar, ásamt öllum Þjóðverjum, sem
eru pólitískir andstæðingar. Enginn hlutur skal þeim
heimill á himni eða jörðu, nema sú réttláta tortíming.
Héðan í 'frá er það skylda Þjóðverjans, samkvæmt því,
er Hitler segir, „ekki að leita vísindalegs sannleika, að
svo miklu leyti, sem hann kynni að koma öðrum vel,
heldur ástunda það slyndrulaust að þjóna sínum eigin
sannleika."
Meðal margvíslegra afleiðinga af þessu hrapi alls.