Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Page 27

Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Page 27
IÐUNN Um ættjarðarást. — Arnulf Överland. — [Erindi petta, eftir norska skáldið Anmlj överland, er' vitanlega flutt fyrir norska áheyrendur og miðað við' norska hætti. En gera má ráð fyrir, að lesendur Iðunnar, að minsta kosti allur þorri þeirra, inuni lesa það sér til ánægju og jafnvel uppbyggingar. Stíll överlands er léttur og íburðarlaus, ádeilur hans aldrei stórorðar. En hann er skygn á mannlega bresti, þykir nokkuð fjölþreifinn um félagsleg kaun samtíðar sinnar, og skeyti hans, bitur og kaldhæðin, hitta að jafnaði markið. Getur nú hver,. sem vill, skygnst um heima fyrir eftir fyrirbrigðunr hlið- sta-ðum þeim, er hann drepur á, og ort í eyðurnar hjá honum. — I erindinu er vikið að ýmsum hræringum í norsku þjóðlifi hin síðari ár, og mun ekki brýn þörf að- gefa nánari skýringar á þeim. Athugulir blaðalesendur,. sem muna nokkur ár aftur í timann, kannast eflaust við það flest, ef ekki alt. Þar, sem vikið er að Grænlandsmálinu, sér t. d. hver maður það á erindinu sjálfu, að það er sam- ið og flutt áður en dómurinn féll í Haag. — Að öðru leyti þarf ekki að kynna överland fyrir lesendum Iðunnar. Það' muna allir eftir öðru erindi: „Gef oss Barrabas lausan!“, sem Iðunn flutti fyrir tveim árum i þýðingu Sigurðar Einarssonar og þá vakti mikla athygli. Að eins mætti bæta því við, að överland átti nýskeð í erjum við réttvísina í Noregi. Var kært yfir erindi, sem hann hafði flutt, og. hann sakaður um guðlast. Hafði hann gefið því erindi nafnið: „Kristindómurinn — hin tíunda landplága". Þeim. málarekstri lauk þó með sýknudómi. En um sama leyti voru þessi erindi öll gefin út í sérstakri bók: „Tre foredrag til offentlig forargelse" (Þrír fjrrirlestrar til hneykslunar almenningi).]

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.