Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Page 30

Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Page 30
204 Um ættjarðarást. IÐUNf'S kona, er selur ást sína, er kölluð daðurdrós, skækja, mella — kært barn, mörg nöfn —. Erindreka slíkra kvenna köllum við melludólga. Hér í Noregi höfum við erindreka í ættjarðarást. Og þeir menn, sem af mestri vandlætingu tala um „launaða útsendara frá Moskva“, eru sjálfir launaðir útsendarar ættjarðarástarinnar (Félag föðurlandsvina). Þeir elska ættjörðina fyrir 250 krónur á mánuði. Styrkur tilfinninganna og skýrleiki hugsunarinnar fer ekki alt af saman. Skori ég á heittrúaðan kristinn mann að útskýra fyrir mér eðli þríeiningarinnar, geri ég ekki ráð fyrir að ég verði fróðari af svari hans. Og leggi ég þá spurningu fyrir rauðglóandi ættjarðarsinna, hvers vegna hann sé svo æstur, þá mun honum aukast móður um allan helming, en ekki vitsmunir að sama skapi. Það verður því líklega bezt að spyrja sjálfan sig.. 1 fyrsta lagi: Hvað er fósturjörðin? Er það Holmenkollen og miðnætursólin? Eða er það Finse og krónprinzinn? Þessu næst leikur okkur hugur á að vita, hvernig fara eigi að því að setja ættjarðarástinni hæfilegar skorður, — því það er þó fráleitt meiningin, að hún fái aö þenja sig út yfir allan hnöttinn. Þá væri hún ekki lengur nein ættjarðarást! Þvert á móti; slíkt mundi leiða beint til alþjóðlegs bróðernis, en það er, eins og við vitum, hin háskalegasta villa — sjálf „blóðpestin frá Moskva“! Ættjarðarástin verður vitanlega að halda sig innan landamæranna. Hún fylgir Kilinum norður eftir. Og svo tekur við Tana-elfur, sem liggur að Finnlandi. En svo kemur Jakobs-elfur, og þar komumst við í bann- setta klípu. Því alt í einu tekur landamæralínan á sig. hlykk og sker út úr vesturbakkanum geira, sem heitir

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.