Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Page 38

Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Page 38
212 Urp ættjarðarást. IÐUNN Síðustu árin hafa nauðungaruppboðin skift þúsund- um, og hver skiki og hvert hreysi, sem ekki hefir verið boðið upp, er að minsta kosti veðsett. — Hverjum? Hver iðjugreinin á fætur annari er komin í hendurnar á erlendum eignamönnum — þvert ofan í okkar ströngu sérleyfislög. Pað er nefnilega með pessi ágætu land- varnarlög eins og járntjald fyrir leiksviði: Það má draga tjaldið upp. Það parf bara að gefa dómsmálaráð- herranum bendingu. Þarna sátum við uppi með alla fossana okkar, sem áttu að gera Noreg að iðnaðarlandi og að auðugu landi. Það var stofnað félag til efnaiðju. Hydro hét það. Norsk Hydro — takið eftir því. Haldið þið ekki að það rölti til Frakklands. Far ve!I Hér hófst timburiðja og málmiðja — far vel, far vel! Þið munið kannske eftir nikkelverksmiðjunni í Kris- tianssand og Börresen flotaforingja? Það held ég að hann elskaði fósturjörðina. Elzti iðnaður okkar, sem nokkuð kvað að, mun hafa verið eldspýtnaiðjan. Búin að vera! — Eða þá feiti- iðjan. Og hvalveiðarnar! „Já, vér elskum ættarlandið", syngjum við. Fyrir nokkrum árum vildi mér til sú slysni að hrófla við textanum lítils háttar. „Já, vér seljum ættarlandið", gloppaðist út úr mér. Meira fékk ég ekki að segja, en þetta var víst alveg nóg. Þeir höfðu skilið mig. Álieyr- endur mínir öskruðu svo, aö ég hélt mig vera staddan í svína-sláturhúsi í Chicago. Tveim árum seinna hafði hinn íhaldssami bændaflokk- ur gert þetta að vígorði sínu. Loddaralistir „athafna- mannanna" voru smám saman orðnar það augljósar og hneykslanlegar, að jafnvel bændaflokknum var farið að ofbjóða. (Flokkurinn var þá vitaskuld í stjórnarand-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.