Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Page 40

Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Page 40
214 Um ætijarðarást. IÐUNN Með slíkum hætti hefir norskt auðmagn skapað sér öryggi. Þótt það kæmi fyrir, að norskir hermenn hikuðu við að skjóta niður landa sína til pess að bjarga hags- munum auðvaldsins, væri hægurinn hjá fyrir auðjarl- ana að fá erlent hervald sér til aðstoðar. Svo langt verðum við vonandi ekki leiddir — og f)ó bar sitt af hverju fyrir augun undir borgarastyrjöldinni í Finnlandi um árið. Það voru þýzkar hersveitir, sem kæfðu finsku byltinguna. Ég trúi jrví nú samt ekki, að j)að komi til slíkra kasta hjá okkur. Við höfuin Jiegar fengið æfingu í að beygja okkur fyrir virku viðskiftabanni. En eitt skulum við muna: Hvert sterlingspund, Iwer dollar, hver franki, sem iojalífid dregur tit sín og gleypir, er ekkert annao en stadgreiðsla fyrir sjálfs- ákvördunarrétt okkar. III. Þetta var um ættjarðarást iöjuhöldanna. En eftir j)ví sem tímar líða og meir og meir tekur að grysja gegnum jrenna kærleikshjúp, j)arfnast ætt- jar’ðarástin ofurlítils strammara endrum og eins. Nú stoðar J)að ekki lengur að uppgötva NorÖurpólinn. Það er búið að uppgötva hann einum fimm sex sinnum. Að vísu hefir Bouvet-eyjan fallið okkur í skaut. Við gætum náttúrlega tekið okkur upp, með nesti og nýja skó, og uppgötvað hana, ef viö værum viss um að finna hana. En Grænland —? Við höfum reyndar Quisling eins og stendur — á meðan hann endist. En jregar fyrir nokkrum árum var ástandið orðið svo alvariegt, að eitthvað varð að taka til bragðs. Það var oröin aðkallandi nauðsyn að stofna félag til eflingar — — nei, ekki ti! eflingar landbúnaðinum, heldur fósturjörðinni, fósturjörðinni.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.