Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Side 42

Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Side 42
216 Uni ættjarðarást. IÐUNN lyndur. Heyrði hann einhvern nefna fósturjörðina, snéri hann sér við og svaraði: Já? Loks var þarna auðugur, en atvinnulaus verkfræð- ingur til þess að setja vélarbáknið' í gang. Og þar með var hinn þjóðlegi hjálpræðisher stofnaður, með Friðþjóf Nansen, búanda Moe og Yfirher-drómedara Bratlie sem æðsta ráð. Svo var pað stefnuskráin. Jú, látum okkur nú sjá, — stefnuskráin var að fá þjóðina til að rísa upp úr værðarmollunni, að sameina- hana og brýna til dáða — og alt eftir þessu. — En hvern fjárann átti svo að gera? Félagið átti vitanlega að vera ópólitískt. Allir áttu að sameinast um að endurreisa fósturjörðina og ganga milli bols og höfuðs á föðurlandssvikurunum. ópólitískt en í snarsnúinni vígstöðu gegn óvinin- um heima fyrir, gegn eyðingar- og sundrungar-öflunum,. gegn andanum frá Moskva, gegn öllum kommúnistisk- um og hálf-kommúnistiskum stefnum. Þannig var Félagi föðurlandsvina ætlað að vera: Ópólitiskur flokkur, er tæki upp harðsnúna baráttu gegn öllum stefnum, sem ekki væru íhaldssinnaðar. f>ess konar ópólitíska flokka höfðum við reyndar áður. Við höfðum t. d. bæði ihaldsflokkinn og Bænda- flokkinn. Það er engan veginn auðvelt að skýra þetta nánar. Við skulum taka það upp aftur: Sameina þjóðina og brýna hana. — Og þegar hún svo er nægilega brýnd, hvað þá? — Jú, þá stöndum við eins og glópar. Nei, með þessu Iagi getur það ekki gengið. Við verð- um að hafa raunhæfa stefnuskrá, — stefnuskrá, sem er líkleg til að vinna fylgi. „Endurreisa landið fjárhags- lega“ — það er nú svo. Það vilja allir flokkar. Nei, við verðum að beina átökunum að einhverju sérstöku.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.