Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Side 43

Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Side 43
iðunn Um ættjarðarást. 217 ' Valið var alt annað en auðvelt. Að lokum var þó á- kveðið að snúa sér að heimilisiðnaðinum. Með því móti var einnig hægt að ná til kvennanna, og svo myndi. alt ganga eins og, í sögu. Félagsstarfsemin var nú skipulögð með undirdeild- um í öllum héruðum landsins, og peningarnir tóku að> streyma inn. Það voru ráðnir ferðaritarar með 250 króna mánaðarkaupi til þess að ófrægja trúnaðarmenn alþýðu- samtakanna — „þessar hálaunuðu afætur á verkalýðn- um“. Og útsölubúðir fyrir heimilisiðnað voru opnaðar víðs vegar, ekki hvað sízt á þeim stöðum, þar sem slíkar búðir voru fyrir, — jafnvel í sarna húsi. En þetta varð ekki gert með engu. Forstöðumenn. fyrirtækja ógnuðu undirmönnum sínum til þess að' ganga í félagsskapinn oggreiða gjöld. Útsendarar hreyf- ingarinnar tróðu sér inn í unginennafélög um land alt og hóuðu saman meðlimum með hinum ósæmilegustu. brellum. En það hrökk hvergi nærri til. Þá uppgötvuðu þeir ríkissjóðinn. Samkvæmt stefnu- skránni voru það fyrst og fremst ríkisútgjöldin, sem, áttu að lækka. Það var alveg bráðnauðsynlegt að spara fé ríkisins. I samræmi við þessa stefnuskrá var því sótt um ríkisstyrk! Og þeir fengu hann! Þeir fengu 100 000 krónur, og þar með var heimilis- iðnaðurinn í gangi. Á einu ári voru smíðuð 200 herða- tré og seld í aðaldeildinni í Osló. Ódýrt verður það ekki með þessum hætti, — en< það er þó eitthvað hafst að. 200 herðatré fyrir 100 000- krónur, það er 500 krónur herðatréð. — Því skal ekki. neitað, að þetta er nú eiginlega alt of dýrt. En öll byrjun er líka örðug. Annars þori ég ekki að fullyrða, að þessi herða- tré hafi orðið út af svona dýr. Það er ekki óhugs-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.