Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Side 50

Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Side 50
,224 Fólkið á Felli. iðunn • eins og nafnið ber með sér, á það að halda uppi rétti konunnar í hverju sem er. Og þó að félagið sé ekki gamalt, hefir það látið margt gott af sér leiða, til • dæmis gaf það fjórum fátækum börnum sálmabækur •á jólunum síðast liðinn vetur, svo að þau fóru ekki í jólaköttinn. Og svo gáfu þær prestinum nýja hempu, því sú gamia var orðin upplituð og snjáð á börmunum. — En það allra mesta, sem þær hafa afrekað, er það, að þær hafa gengist fyrir því að láta byggja nýja kirkju. Sú gamla var orðin alveg aftur úr tímanum og óttalega ókristilegt hús. •— Nú stendur svo á, að á morgun ætla þær, eða kvenfélagið, að fara að halda hlutaveltu til þess að fá, þó ekki væri nema nokkrar ^krónur upp í kostnaðinn.------ Fólkið á Felli er að ljúka við að sæta síðasta flekk- inn. Pað má heldur ekki seinna vera, því nú er mjög tekið að rökkva. Það er að mestu logn, svo að niðurinn í gilinu vestan engjanna heyrist all-greinilega. Öðru hvoru finst þó ofurlítill norðansvali niður hlíðina, aust- ,an við Fellið, eins og til að minna á, að enn þá sé hann þó við sömu áttina. Jón bóndi styðst fram á hrífu sína og stútar sig á tóbaksbauknum. „Bara að maður nái nú þessu heim,“ segir hann eins og við sjálfan sig. „Ég held nú bara að ég léti binda þetta á morgun, • ef gott verður“, segir kona hans. Jón segir ekki neitt' við því. Gunnar er að láta síðasta fangið á sætið. „Fari hún í logandi, þessi helvítis kerling," hugsar hann og, lítur til Stínu. En Stína lítur á mömmu sína og segir með þykkju: „Það væri nú svo sem rétt eftir öðru að fara nú að ,binda á morgun, þegar við adluðum að fara á tom-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.