Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Side 56

Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Side 56
230 Fólkið á Felli. IÐUNN hann að rigna á morgun, J>að er svo sem auðséð, hugsar hann og horfir á himininn. Pað var meiri andskotans villan að binda ekk.i í dag. Ja, þvílíkt! Gunnar kemur hlaupandi: „Heyrðu, Jón! Geturðu ekki látið mig fá þó ekki væri nema túkall, svo ég komist inn á danzpall- inn?“ — „Ætli pað verði ekki að vera,“ segir Jón og tekur upp buddu sína, sem er vafin með seglgarni. Hann fær Gunnari peninginn, og Gunnar fer aftur. — Tvær krónur inn á danzpall! Ja, svoddan ræfill! Tvær krónur inn á danzpall! — — Dagur líður að kveldi. Eldra fólkið fer nú að halda heim. Unga fólkið parf að danza svolítið lengur. Jón og Ingibjörg á Felli eru farin, en pau purfa pó að eins að skreppa heim að Múla með honum Árna og konunni hans, henni Jónínu. Það er svo óttalega langt síðan Ingibjörg hefir komið par. Þetta verður líka svo ósköp stutt viðstaða. En kvöldið líður, og pað skyggir, og sums staðar eru kýrnar ómjólkaðar. — — Gunnar og Stína fara heim. Danzinn er hættur. Har- monikan pögnuð, og pallurinn, sem danzað var á, er auður, að öðru leyti en pvi, að úti í einu horninu liggur kannske tómur „Commander“-pakki og í öðru horni tóm „Pilsner“-flaska á hliðinni. Og ræðupallurinn rís all-drembilega yfir pessa auðn, með islenzka fánann festan með teiknibólum á framhliðina. — Þarna er eiginlega alveg pögn, nema pegar örlitlar vindhviður af suðaustri pjóta yfir sveitina og skemtistaðinn, pá slæst eitt hornið á fánanum, sem losnað hefir, ofurlítið til, og flaskan ruggar dálítið á fjölunum, sem fætur danzfólksins hafa borið sand og óhreinindi á. En kirkj- an, sem bráðum á aö verða bústaður guðs í pessari sveit, stendur parna hjá, pögul og alvörugefin, með opna glugga og sundurrifna tölusieðla peirra eigulegu

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.