Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Page 59

Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Page 59
IÐUNN Fólkið á Felli. 233 hrynja niður yfir þau. Þau eru komin upp í hlíðina,. þar sem sætin eru. Þaö er komið ofsa-sunnanrok. Nú er ofviðrið farið aö þeyta heyinu út í buskann. Gunnar og Stína nema stað- ar og horfa á, hvernig sætin fjúka eitt af öðru, og hey- flyksurnar fara svo hátt, að þær ber við himin. Og innan- skamms er hlíðin öll einn mökkur af fjúkandi heyi. — Og þarna á þúfunni fyrir framan þau stendur Jón og horfir á mátt eyðileggingarinnar fara höndum um þriggja vikna starf sitt og allra á heimilinu. Þau geta ekki séð, hvað fram fer í hug hans, en það er eins og dökka bótin sigi neöar og neðar — og alla leið ofan í hnésbætur. Hún er líka að byrja að losna af saumunum, og eitt hornið á henni blaktir dálítið í vindinum. — öll sætin eru. fokin, nema eitt, sem Gunnar haföi í hugsunarleysi hent engjatjaldinu og tjaldsúlunum yfir á laugardagskvöldið. — Það segir enginn neitt, en alt í einu er eins og Jón átti sig eða detti eitthvað merkilegt í hug. Hann gengur ákveðnum skrefum að þessu eina sæti, flettir tjaldinu af, beygir sig niður, svo að bótin rifnar frá buxunum enn meir og slæst í rokinu. Stertlausi Jarpur, hugsar Gunnar. Svo fýkur bótin út í loftið, en Jón heldur áfram að bogra við sætið. Hann fer með báðum hönd- um undir það, lyftir því upp og rótar í því, þangað til ekki er snefill eftir af því, fremur en hinum. Þá rís- hann upp og öskrar af öllum mætti: „fig held það taki. því ekki fyrir þig að vera að skilja eftir af þessu.“ Stormurinn þýtur og hvín i Fellinu. — Og svo kemur rigningin. — Stefán Jónsson.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.