Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Side 61
ÍQU.NN
Koss milli hafna.
235
Annað skilyrðið er, að hún sé alþýðustúlka, því að
engar aðrar en alpýðustúlkur láta kyssa sig án kynn-
ingar og algáðar milli hafna. Þetta er ekki sagt þeim
til lasts. Öðrum þarf ekki að vera hælt með því — því
að eitt boðorðið í siðfræði hinna, er halda sig rikmann-
legar, er einmitt að forðast alla skyndi-kynningu við
almenning, bæði milli hafna og i höfn, til þess að geta
sýnt betur tíguleik sinn og tilbúna fegurð. Enginn
deilir á hið ókunna.
Þriðja skilyrðið er, að hún sé ung; ekki eldri en 18,
19 eða 20 ára. Eftir þann tíma fer alþýðustúlka í kaup-
stað, alin upp í sveit, að stillast. Þá hefir hún hlaupið
af sér hornin og kemst að þeirri niðurstöðu við reikn-
ingsskil sín við samvizkuna, að fylling lífsins er ekki
fólgin í svölun augnabliksins, þegar lögð er í hættu heil
framtíð, heilt mannslíf, eitt eða fleiri. Hennar er að
leita í þolinmóðri bið eftir hinu mikla dómsorði lífsins:
Gifting.
Fjórða skilyrðið er, að hún sé lagleg; annars vekur
hún ekki athygli og löngun manna, sem ekki bera fyr-
irfram áætlaða synd í hjartanu. Þó er þetta veigameira
skilyrði fyrir því, að kossinn sé afleiðingalaus. Fríð-
leikur hennar kennir henni það, að hún sé ekki á flæði-
skeri stödd, þótt hún taki ekki tveim höndum þeim
fyrsta, sem býðst. Hann hefir kent henni að velja hið
geðfelda og hafna því ógeðfelda og því, sem er and-
stætt innrættri siðakend. Þó er hún enn ekki harð-
brynjuð föstum ásetningi gegn höfuðóvininum, ef hann
kynni að koma til hennar í engilslíki. En ófríðar stúlk-
ur, sem uppfylla hin skilyrðin, eru mun ver stæðar.
t’ær vekja að eins athygli þeirra, sem nota strand-
ferðaskip landsins til að lokka telpur inn í illa hirta
II. farrýmis klefa í misjöfnum tilgangi. Menn þeirrar