Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Page 62

Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Page 62
236 Koss milli hafna. IÐUNN! tegundar vita af margra ára æfingu, að þær eru laus- ari fyrir. Par er það hið opinskáa, ótamda eðli, sem hefir áhrif, en ekki friðleikurinn. Stúlkurnar, sem verða. slíkum mönnum að bráð, halla bakinu upp að borð- stokknum, horfa á þá, sem fram hjá ganga, augum, sem leyna ekki, að þær bíða eftir að einhver þessara riddara komi, sigri þær, kóngsdætur dagdrauma sinna, meö einu ölvuðu augnaráði, velji svo þá, sem mest getur lofað í einu augnatilliti og flytji hana sem drottningar- efni augnabliksins niður í höllina. Pað er klefi með fjórum beðjum. Ef til vill sefur þar inni þreytulegur maður draumlausum svefni, fjarri allri æsingu og synd- Drottningarefnið á erfitt með að venja lyktartaugar sín- ar við ilminn, sem angar á móti henni úr höllinni, en æfintýralöngunin sigrar allar hindranir. Kóngssonurinn hennar, riddarinn, setur svo hátíðina fyrir læstum dyr- um, með þvi að láta hana kyssa flösku sína og endar æfintýrið eftir ýtarlega tilraun að sanna henni riddara- og karlmanns-eðli sitt. Til þess að kossinn sé laus við afleiðingar og hafi tilgang sinn í sjálfum sér, þarf og helzt hinn karl- legi aðili að vera skilyrðum háður. Það má ekki vera neinn slíkur riddari, sem áður er lýst. Það verður aö> vera maður, sem er saddur orðinn á þess háttar lysti- semdum eða búinn að deyfa ástríður sínar og temja. svo eðli sitt með tíðri umgengni við konur, að hann getur numið staðar á hvaða stigi skemtananna sem er_ Það getur og verið maður, sem lítur svo skynsömum. augum á lífið, að hann veit hóf í hverju máli. Hverrar stéttar maðurinn er, skiftir ekki miklu máli. Ef til vill er það sjómaður, sem víða hefir farið og í margar raunir ratað og náð hefir á sig alheimsborgara- blæ, að svo miklu leyti, sem sjómenn ná honum.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.