Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Side 70

Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Side 70
244 Koss milli hafna. IÐUNN sér út afi í honum, eða — hún veit, að slíkt er vara- samt. Hún hneppir frá sér kápunni. Nú kyssast þau stand- andi. Pað er meiri skemtun, nálgast nautn. Hann getur lagt likama hennar allan að sér, pað sem hann nær, og notið yis og mýktar. Þessi koss er líka langur, lengri en lengstu tónar hjá Hreini Pálssyni. „Nú parf ég að fara upp. Við erum víst bráðum kom- in.“ — Það er ekki laust við, að hún sé ögn óróleg. Henni er farið að þykja nóg um. Fara upp? Honum hefir aldrei dottið annað í hug. „Jæja, pá að eins einn koss — og Tak for i Aften.“ Hann tekur nú undir kápuna og; þrýstir kvenmanninum að sér. Hún hefir varirnar hálf-opnar og máttlausar. Þær opnast enn meira, er hann prýstir á þær, svo að hann kemur fljótt inn að tönnum hennar. Tannkoss finst honum ekki eins notalegur. Hún hlýtur að finna gegn- um þunnan kjólinn, að luin hefir örvað hann upp. Koss- inn er ekki laus við ástríðu, í endann. Hún reikar ofurlítið, pegar hún fer út. Það er von, nýsloppin úr pessu lifandi skrúfstykki. Þau koma upp. Hún kallar í samferðastúlkur sínar og er nú búin að ná sínum fyrra, létta blæ. Skipið varpar akkerum. Þær fara að taka til föggur sínar. Alþýðustúlkur hafa hugs- un á öllu. Bátur leggur upp að skipshliðinni. 1 honum sitja bognir menn í skítugum vinnufötum, surnuin heimaunn- um, öðrum útlendum. Einn stingur parna þó í stúf. Það er maður með gráan hatt, hálslín og í frakka. Þessi hópur minnir á gamla fjárhirðamynd austan úr Gyð- ingalandi. Hirðirinn er sællegur, en sauðirnir virðast hálf-illa aldir.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.