Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Page 76

Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Page 76
250 Kirkjan og árásarlið hennar. IÐIJNN verða menn fyr eða siðar að lúta. Leitið sannleikans! |sbr. kver Friðriks Hallgrímssonar, bls. 63 og víðar, Sakaria 8, 16; Jóh. 8, 32; 14, 6.] II. Þegar Þórbergur Þórðarson hefir á þennan hátt, full- úr heilagrar vandlætingar, lokið upp sínum munni og kvatt rangsnúinn og þverúðarfullan lýð til iðrunar í anda allra biblíunnar spámanna fyr og síðar, er maöur með sjálfum sér farinn að óska eftir, að hann væri orð- inn dómkirkjuprestur í Reykjavik, þrumandi sitt kröft- uga guðsorð út yfir landslýðinn. En pá kemur alt í einu frá honum furðulega ilt olnbogaskot i garð kirkj- unnar, peirrar stofnunar, sem einmitt á uppruna sinn í starfsemi pessarar tegundar, stafar frá mönnum, sem predikuðu á líkan hátt og Þórbergur og er haldið uppi af mönnum, sem hafa líkar hvatir og hann til brunns að bera — sannfæring fyrir trúar- og siðgæðis-hugsjón- um, sem almenningur oft og tíðum forsmáir og einskis- virðir. Frá honum kemur pað pví úr hörðustu átt að kalla kirkjunnar aðferð glæpsamlega og forheimskandi, pví að kirkjunnar aðferð er meðal annars pessi, að leggjct jgrst og jremst alúd vid uppeldid, kenna hinum unga pann veg, sem hann á að ganga, p. e. að reyna að inn- ræta í barnssálirnar pær hugsjónir, sem hún veit beztar, og par á meðal t. d. pessar, sem Þórbergur leggur einn- ig áherzlu á, að ástunda sannleika, réttvísi og góðvild og temja sér í einu orði sagt ýmsar siðlegar dygðir, sem spámenn allra alda hafa talið fegurstar og beztar. Hér er pað, sem Þórbergur af sjálfu verkinu lendir í mótsögn við sjálfan sig, og dómkirkjupresturinn og prestahatarinn í honum vitna hvor á móti öðrum. Sjálf-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.