Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Síða 78
252
Kirkjan og árásarlið hennar.
IÐUNN
anna. Hann kemur af trúleysi manna á guð, sem er
kærleikur og sannleikur, lifandi og starfandi í heimin-
um. Hann kemur af trúleysi manna á guð, sem er rétt-
læti, óhagganlegt og eilíft, og ekki verður komist í kring
um að lokum. Hann kemur til af trúleysi manna á eilíft
líf sálnanna og vegsamlegt og fagurt takmark lífsins.
Viljinn er að eins fálm mannsins eftir jrví, sem hann
girnist. Sé girnd hans að eins nógu sterk, skortir ekki
viljann að uppfylla hana. En maðurinn getur ekki girnst
pað, sem hann sér ekki og hefir aldrei lokið upp augun-
um fyrir. Hinar frumrænu parfir, mat og drykk, sjá og
finna allir og girnast pess vegna og hafa fullkominn
vilja á að öðlast. Mátt og völd, skraut og þægindi
kunna menn og að meta og hafa þess vegna vilja til
að öðlast, enda er ekkert við það að athuga í sjálfu sér.
En alt petta girnast einnig dýr merkurinnar, svo að
maðurinn stendur á þessu stigi málsins ekkert framar
þeim, ])ó að Skúla Guðjónssyni finnist mikið til um og
telji, að með þessum staðreyndum sé slegið striki yfir
pýðing kirkjunnar.
Kirkjunni finst, að maðurinn sé ])á fyrst orðinn maður,
]>egar augun opnast einnig fyrir andlegum verðmætum:
fegurð, sannleika og kærleika; pegar hann fer að trúa
á þetta, ekki að eins sem stundarprjál eða þægindi,
heldur sem dýrmæta perlu, sem alt annað sé gefandi
fyrir; eilift líf, sem heimarnir voru skapaðir fyrir, lög-
mál eða guðdóm, íbúandi í sjálfri heimsrásinni. Þá fyrst
er kirkjan sannfærð um, að mennirnir læri að full-
nægja sínum frumrænu pörfum í bróðerni og á göfug-
legan hátt, þeir læri að fara með völd lýðnum til
blessunar, drekka vín sitt eins og sakramenti og bera
skart sitt allri fegurð til sóma.