Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Qupperneq 82
:256
Kirkjan og árásarlið hennar.
IÐUNN
pjónn tii þess að vefja héðni blekkinga og falsloforða
að höfði öreiganna og „með því að halda að lýðnum
þeim kenningum, sem gera hann deigan, óframfærinn
og tómlátan um baráttuna fyrir bættum hag“.
Af þessum orsökum telur svo höfundur, að kirkjunni
fari hnignandi og eigi að fara hnignandi. Hin jákvæða
tillaga hans er sú, að ríkisvaldið sparki kirkjunni út úr
sinni umsjá og skeri niður prestana eða láti pá týna
tölunni jafn-óðum og þeir bunkallast á kristilegan hátt;
geri alt, sem unt er, tii þess að flýta fyrir því, að kirkj-
an lognist út af.
IV.
Eins og áður hefir verið bent á, liggur eins nærri að
álykta, að orsakirnar til hnignunar eða lítils raunveru-
legs gildis kirkjunnar á öllum öldum stafi af náttúr-
legum óþroska mannkynsins og þar af leiðandi rang-
snúnum vilja, fremur en heimskulegri eða þýðingar-
lausri kenningu kirkjunnar. Eins og Þórbergur veit,
leggja menn ekki hvað gjarnast hlustirnar við sannleik-
ans raust. Það, sem menn ekki vilja sjá eða heyra á ein-
hverju vissu tímabili, getur samt sem áður verið meira
virði en alt heimsins góss og gæði. Eins og hundarnir
gelta að tunglinu, þannig gera fávísir menn iðulega
hróp að sannleikans boðskap og vilja láta krossfesta
eða grýta spámennina. Og þessi ofstopi stafar æfin-
lega af þeirri tegund af trúarofstæki eða pólitískum
hleypidómum, sem skortir alla víðsýni og skilning.
Eins og þegar er orðið auðséð, stafar árás Skúla á
kirkjuna af pólitískum ofstopa; hann sér í henni póli-
tískan óvin, og mér er grunsamt um, að hið merkilega
misskilda olnbogaskot spámannsins Þórbergs Þórðar-
sonar sé runnið frá líkum hleypidómum, enda þótt hann