Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Side 86

Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Side 86
260 Kirkjan og árásarlið hennar. IÐUNN að líta á málin með fullri sanngirni, andúðarlaust! Þar sem andúðin læðist inn, kemur venjulegast um leið hlutdrægnin, einsýnin og ranglætið. Ýmsir af pessum piltum, sem ég hefi minst á hér að framan, og skoðana- bræður þeirra, eru góðkunningjar mínir; mér er vel til þeirra og dettur ekki í hug aö væna j)á um neina fúl- mensku, þó að ég sé skoðunum jieirra ef til vill ekki að öllu leyti samjiykkur. En jiegar þeir koma til mín, einn- ig í einrúmi, og ásaka mig fyrir að vera orðinn „auð- valdsins þjónn" og ætla með hátíðlegri alvöru að fara að sýna mér fram á fánýti og spillingu þess starfs.'sem ég og mín stétt hefir með höndum, með rökum líkum þeim, sem drepið hefir verið á hér á undan, jiá veit ég ekki, hvort ég á að hlægja eða reiðast, þá veit ég ekki, hvort heldur ég sjálfur er orðinn vitlaus eða þeir. Sann- arlega finn ég það ekki í hjarta inínu, að samvizka mín sé orðin svo forhert eða steinsofandi, að mig myndi ekki hrylla við því hlutverki, sem ég á að vera að vinna, að vera eins konar „apparat" í höndum vondra manna til þess að hjálpa til að þrýsta niður réttlætinu og leggja ánauðarok hjátrúar, heimsku og hugbleyöi á háls meðbræðra minna, svíkja þá í hendur böðla sinna með Júdasarkossi. Slíkt hlutverk rnyndi enginn ærlegur maður kjósa sér. Og þó að maður færi að ímynda sér, eins og Þórbergur, að mikill meiri hluti mannanna væri óærlegur, ofurseldur hinum vonda vilja, og að i þeim flokki væri prestastéttin undantekningarlaust (eins og Gunnar Ben. vitnar), þá væri hún þó og hennar hlut- skifti sannarlega andstyggilegast allra, þar sem hún drýgði glæpi sína vísvitandi og undir yfirskini allra hinna æðstu hugsjóna og dygða. Slík ásökun á hendur prestastéttinnl í heild, ekki að eins jiessa lands, heldur allra landa og þjóða,. kemur

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.