Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Síða 94
268
Kirkjan og árásarlið hennar.
IÐONN
bæði trúarlegar og vitsmunalegar ástæður fyrir breytni
sinni. Og þar sem öll tilfinning er þurkuð út fyrir því,
að mennirnir séu tengdir saman böndum andiegs skyld-
ieika, og þar sem menn trúa heldur ekki á neina
andlega ákvörðun, ekkert eilift líf, engan viturlegan
tilgang með neinu — þar er vant að sjá, hvers vegna
menn skuli vera jafnaðarmenn, hvers vegna hver og
einn reynir ekki að skara eld að sinni köku og hrifsa.
til sín alt það, sem hann geíur, af gæðum lífsins, án
nokkurrar umhugsunar um hag náungans.
Auðvitað lýsa hinir grunnhygnustu kommúnistar
hagsmunabaráttunni að eins eins og grimmasta stríði,
f»ar sem hin kúgaða stétt sameinast eins og hungraðir
úlfar til að heimta sinn hlut úr höndum beirra, sem
hafa setið yfir honum með misjöfnum heimildum. Að
skifta jafnt verður þá að eins sú réttarnauðsyn, sem
skapast af því, að enginn ann öðrum meiri hlutar en
sjálfum sér. En samt sem áður, þar sem gengið er að
öflun eða skiftingu lífsgæðanna einungis með griind og
hamförum hinna hungruðu úlfa, þar vilja verða lmipp-
ingar áður en lýkur og friðurinn eða réttlætið báglega
trygt til frambúðar. Réttlætið verður að vera reist á.
styrkari stoðum en öfundarhug þess hungurs, þar sem
enginn ann öðrum stærri hita en þess, sem hann
sjálfur getur gleypt. Réttlætið verður að vera reist á
göfugri og djúpskygnari ástæðum, grundvallast á
gnægð hjartans. Pað verður að vera reist á þeirri sann-
færingu, að réttlætið sé einnig þýðingarmikill þáttur i
eðli alheimsins og eigi rót sína að rekja þangað. Og
menn verða að æskja þess og leita þess, ekki að eins
hraktir og barðir áfram af óumflýjanlegum eðlishvöt-
um, eins og þeirri að seðja hungur sitt, heldur einnig-
af því, að þeir skilji það, að þannig her að fullnægja