Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Side 95

Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Side 95
3ÐUNN Kirkjan og árásarlið hennar. 269 lögmáli hins eilífa lífs. Þannig verður lífið fegurra og betra. Pá þarf ekki að taka guðsríki með valdi, eins og mcnn hafa verið að gera tilraunir til alt frá dögum Jóhannesar skírara. Það þróast á hinu gagnkvæma trausti, friði og kærleika, trú og dygðum, sem nú en reynt að tortryggja og svívirða kirkjuna fyrir. Þegar ég ber saman trúarbrögð kristindómsins, eins og ég skil þau, og trúarbrögð kommúnismans, þá virðist mér það vera augljóst, að frá upphafi ber livor tveggja stefnan fyrir brjósti mannlega velferð og er að leita iausnar á margvíslegu böli lífsins. Fyrir frumkvöðlum beggja þessara hreyfinga hefir áreiðanlega ráðið hin sama tilfinning: kærleiki til mannanna og brennandi löngun til að ráða bót á meinum þeirra, þó að þeir hafi gert sér misjafnlega Irúarlega grein fyrir eðli tilverunnar og þar af leiðandi bent á ólíkar aðferðir. Kommúnisminn hefir alt af lagt fyrst og fremst á- herzlu á hina efnahagslegu ytri velferð og vill leitast við að bæta bana með nýju stjórnskipulagi. Þetta er eðlileg afleiðing af Jtví, aö hann er vantrúaður á það, að neins annars sé að leita en skammvinnra jarðneskra gæða. Kristindómurinn hefir aftur fyrst og fremst leitað eilífra gæða og trúir á þau. En undir það hugtak koma auðvitað einnig hin tímanlegu gæði. Mér mun verða bent á það, að hinn sögulegi kristindómur hafi oft og tíð-* um skilið hér greinilega í milli og iðulega talið hin timanlegu gæði fánýt, ef ekki syndsamleg. En ég er reiðubúinn að sýna fram á það, hvenær sem er, að þetta er misskilningur á boðskap Jesú. Enda er ekkert röhsamlegt samræmi í þvi. Kristindómurinn kann að ípeta öll gæði. En gæði eilífðarinnar eru honum þeim mun dýrmætari, sem eilífðin er meiri en augnablikið.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.