Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Page 96

Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Page 96
270 Kirkjan og árásarlið hennar. IÐUNN Kristindómurinn hefir gefið mönnum trúarlega og vits- munalega ástæðu fyrir þvi, hvers vegna peir skulu elska hvern annan. Hann hefir bent á pá leið, sem sé nauð- synleg til þess að jöfnuður haldist, og það er að rækta í sálunum þær dygðir og þá eiginleika, sem hljóta að þurfa að vera máttarviðir hvers réttláts skipulags. Þetta hyggur kristindómurinn að sé nauðsynlegt til þess, að guðsríki megi koma og viðhaldast. En þetta er hið sama viðfangsefni og viðfangsefni sjálfrar þróunarinnar. Siðþroski mannanna fer ekki í stökkum á áratugum, heldur mjakast hann áfram ofur-hægt á áraþúsundum, jafnvel milljónum ára. Lífið gefur sér nógan tíma. Ástæðan fyrir litlu gengi kirkjunnar hinar siðustu aldir og minstu gengi, þegar hugsjónir hennar hafa verið boðaðar hreinastar og mest í anda Jesú Krists, stafar einkum og aðallega af því, að hann, eins og margir aðrir miklir spámenn mannkynsins, stóð geysi- lega mikið ofar venjulegum andlegum þroska manna. Marx stóð almenningi nær að því leyti, að hann var efnishyggjumaður eins og þorri manna og einblindi að eins á jarðnesk gæði. Þó gengur kommúnistum það svo dauðans illa, að fá menn til að líta á drauma hans um réttláta skiftingu auðsins og allsnægtir öreiganna á jörð vorri. Af þessu ættu þeir að geta skilið, við hverja öröug- leika kirkjan á að stríða. Hennar guðsríki er ekki að eins guðsríki á jörðu, heldur guðsríki, sem stendur um alla eilífð. Það er ríki, sem ekki er að eins grundvallað á vissu skipulagi jarðneskra gæða, heldur fyrst og fremst fullnægju andlegra hluta, sálarþroska manns- ins. Guðsríki Jesú Krists fyrirlítur enga jarðneska hluti, ef menn nota þá réttilega og engum til meins eða ó- hamingju, en eins miklu hærri sem himininn er en

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.