Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1982, Qupperneq 28
26
Árbók Háskóla íslands
1911—1920
1921—1930
1931—1940
1941—1950
1951—1960
1961—1970
1971—1980
32 kandídatar
56 —
85 —
71 §g
158 —
187 —
371 —
Meðaltal á ári
3,2
5,6
8,5
7,1
15,8
18,7
37,1
Meðalfólksfjöldi
89.102
100.563
115.421
131.166
160.063
193.013
217.994
Inn í hina miklu fjölgun kandídata á síð-
asta áratugnum spilar að óverulegu leyti, að
árið 1976 útskrifast tveir árgangar, annar
eftir nýrri reglugerð, sem tók gildi árið 1970,
og hinn eftir eldri reglugerðinni. Kandídat-
ar voru þetta ár 66 að tölu, en næstu 4 ár þar
á eftir var meðaltalið um 40. Þau þrjú há-
skólaár, 1979—82, sem þessi árbók fjallar
um, er meðaltalið svipað og síðasta áratug-
ar, fjöldi kandídata var 107, eða tæplega 36
á ári.
Mér þótti forvitnilegt að athuga hvort
breyst hefði hlutfall karla og kvenna sem
stunda nám við læknadeild. Athugunin nær
yfir 7 kennsluár, 1976/77—1982/83. Á
þessu árabili hafði hlutfall kvenna hækkað
úr 18,4% upp í 32,8% (60 af 326 -> 150 af
457). Á sama tíma hafði hlutfall kvenna í
heildamemendafjölda háskólans aukist úr
36,9% og upp í 44,8%.
Sé litið á hlutfallið innbyrðis í læknadeild
kemur þetta í ljós: Læknanemum hafði
fjölgað milli hausta 1976 og 1982 úr 326 í
457 eða um 40%. Á sarna tíma hafði konum
við nám í læknisfræði fjölgað úr60 upp í 150
eða um 150%, en körlum hafði hins vegar
fjölgað úr 266 og upp í 307 eða um 15,4%.
Samsvarandi tölur fyrir háskólann í heild
á sama árabili: Heildarfjölgun 41%
(2.816 -> 3.983). Fjölgun kvenna 71,9%
(1.039 -> 1.786). Fjölgun karla 23,7% (1.777
- 2.197).
Numerus clausus
Á 5. og 6. áratugnum fara kennarar að
verða uggandi vegna sívaxandi nemenda-
fjölda, og þeir sjá fram á að kennslugeta
deildarinnar sé alveg að komast í þrot. Erf-
iðleikarnir aukast enn á 7. og 8. áratugnum,
því nú skerpast einnig kröfur um virkari og
fjölbreyttari kennslu, bæði fræðilega og
verklega (kliníska). Deildin taldi sig ekki
geta mætt þessu aukna álagi nema slegið
yrði af námskröfum, sem mönnum fannst
alls ekki koma til mála, eða takmarkaður
yrði fjöldi nemenda í deildinni.
Með nýrri reglugerð fyrir Háskóla fs-
lands, er sett var 1958, taldi læknadeild sig
geta hamlað á móti fjölda stúdenta með
ákvæðum sem í reglugerðinni voru um há-
mark námstíma og lágmarkseinkunnir.
Fljótlega sáu nemendur sér leik á borði,
þegar á þurfti að halda, til að smokra sér
framhjá ákvæðunum með endurinnritun
sem læknadeild taldi þeim ekki heimila en
háskólaráð studdi með sérstökum úrskurði.
Eftir þetta barðist læknadeild fyrir að-
gangstakmörkunum eftir öðrum leiðum, og
er þetta rakið nánar í tveimur síðustu ár-
bókum. í þeirri seinni er greint frá því að
háskólaráð hafi í febrúar 1979 hafnað til-
lögum læknadeildar um aðgangstakmörk-
un, sem gengur út á það að 40 nemendur
gætu haldið áfram yfir á annað námsár. Það
gerðist svo í apríl 1981 að háskólaráð sam-
þykkti þessar tillögur og hefur numerus
clausus síðan verið 1 gildi.
Offjölgun í
íslenskri læknastétt
Aldinn starfsbróðir sagði mér frá því, að
þegar þeir sjö nýstúdentar innrituðust í