Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1982, Page 161
Kaflar úr gerðabókum háskólaráðs
159
III. Próf og kennsla
Tölvunotkun
Lagt fram bréf mrn., dags. 3. þ.m. Gerð er
kostnaðaráætlun um námskeið í tölvunotk-
un fyrir framhaldsskólakennara, unnin af
starfshópi á vegum ráðuneytisins. Hugmynd
starfshópsins er að námskeið verði haldin á
vegum Háskóla fslands og að frumkvæði
hans. Óskað er umsagnar um mál þetta og
ennfremur spurt, hvort háskólinn hafi
möguleika til að standa fyrir slíkum nám-
skeiðum þegar á næsta sumri að því tilskildu
að fjármagn fáist á fjárlögum næsta árs til
starfseminnar. 19.08.82
Útvegsfræði
í nefnd á vegum menntamálaráðuneytis-
ins um kennslu í útvegsfræðum var af hálfu
Háskóla íslands tilnefndur Árni Vilhjálms-
son prófessor. 05.11.81 14.01.82
IV. Fjármál og byggingamál
Úappdrætti Háskóla íslands
Lagðir voru fram reikningar Happdrættis
Háskóla íslands fyrir árið 1981. Rektor
skýrði reikningana og svaraði fyrirspurnum.
Reikningarnir síðan samþykktir samhljóða.
I stjórn happdrættisins til eins árs voru
endurkjörnir Björn Bjömsson prófessor,
óuðrnundur Magnússon rektor og Ragnar
Ingimarsson prófessor.
Endurskoðendur voru endurkjörnir fyrir
Sania tímabil Atli Hauksson, löggiltur end-
nrskoðandi, og Stefán .Sörensson háskóla-
ritari. 19.08.82
Háskólabíó
hó
be
1 stjórn Háskólabíós til tveggja ára var úr
pi stúdenta kjörinn Guðmundur Þor-
rgsson. 24.09.81
Lagðir voru fram reikningar Háskólabíós
yr>r árið 1981. Á fundinn kom Jónatan
ormundsson prófessor, formaður stjórnar
askólabíós. Ræddi hann ýmis vandamál í
rekstri bíósins.
Fram var lagt bréf prófessoranna Árna
•ihjálmssonar og Steingríms Baldurssonar,
dags. 16. ágúst s.l., en þeir eru kjömir end-
urskoðendur reikninga Háskólabíós af
hálfu háskólaráðs. Telja þeir, að endur-
skoðun löggilts endurskoðanda nægi, og
leggja til, að hætt verði kjöri endurskoðenda
af hálfu háskólaráðs. Jónatan Þórmundsson
mælti gegn þeirri breytingu.
Reikningarnir voru síðan samþykktir
samhljóða.
I stjórn Háskólabíós til tveggja ára var
kjörinn Þórir Einarsson prófessor og til eins
árs Barði Valdimarsson sagnfræðinemi.
Frestað var kjöri endurskoðenda.
09.09.82
Fjárveitingar
Rektor lagði fram til kynningar bréf sitt til
menntamálaráðuneytisins frá 30. okt. s.l.,
sem hefur að geyma athugasemdir við
meðferð á fjárlagatillögum háskólans
Svofelld tillaga frá rektor var samþykkt:
„Háskólaráð ítrekar þau sjónarmið, sem
fram koma í bréfi rektors til menntamála-
ráðuneytisins 30. október s.l., og leggur
áherslu á nauðsyn þess, að háskólinn fái