Hugur - 01.01.2002, Blaðsíða 38

Hugur - 01.01.2002, Blaðsíða 38
Hugur G.E.M. Anscombe eftir að reita mig til reiði.“ Hér er kannski rétt að benda á að mistök eru að ætla að ekki sé hægt að eiga val um það hvort athöfn eigi að fylgja hvöt. Dæmi um slíkt gæti verið þegar Platon segir við þræl: „Ég mundi berja þig ef ég væri ekki reiður.“ Annað dæmi væri maður sem heíði fyr- ir reglu að segja aldrei neitt um ákveðna manneskju vegna þess að hann gæti ekki talað um viðkomandi án þess að gefa í skyn öfund - nú, eða að- dáun. Við höfum nú gert greinarmun á afturvísandi hvöt og andlegri orsök. Við höfum komist að því að það sem gerandinn gefur upp sem svar við spurningunni „hvers vegna?“ er, að minnsta kosti hér, ástæða til athafn- ar ef hann lítur á það sem gott eða illt og athöfn sína sem gagn- eða skað- lega. Ef við gætum til dæmis leitt honum fyrir sjónir að sú athöfn sem hann hefur hefnt sín fyrir eða athöfnin sem hann hefur framið í hefnd- arskyni hafi verið með öllu skaðlaus eða jafnvel til góðs þá gefur hann ekki lengur upp ástæðu fyrir verknaði sínum nema að undanfórnum orð- unum „ég hélt.“ Ef um er að ræða fyrirhugaða hefnd lætur hann annað hvort af áætlun sinni eða breytir ástæðu sinni. Engin slík uppgötvun gæti haft áhrif á fullyrðingu um andlega orsökun. Enn liggur ekki fyrir hvort gagn og skaði gegna almennt lykilhlutverki í ásetningshugtakinu. Þegar hér er komið sögu hefur aðeins verið íjallað um gagn og skaða til að greina afturvísandi hvöt frá andlegri orsök. Þegar spurningunni „hvers vegna?“ um yfirstandandi athöfn er svarað með lýsingu á fram- tíðarástandi hefur andleg orsök þegar verið útilokuð með tilvísun til framtíðar. Enn sem komið er virðist óþarfi að telja ásetninginn góðan eða slæman í eðli sínu. En lítum nú á eftirfarandi dæmi: Hvers vegna gerðirðu það? Vegna þess að hann sagði mér það. Er þetta orsök eða ástæða? Það virðist að miklu leyti velta á því hver at- höfnin eða kringumstæður hennar hafi verið. Oft er réttast að hafna öll- um greinarmuni á því hvort eitthvað er ástæða eða orsök af því tagi sem um er að ræða. Slíkri orsök var einmitt lýst sem því sem óskað er eftir þegar gerandinn er spurður hvað hafi leitt til athafnarinnar en það að gefa upp ástæðu gæti talist fullnægjandi svar við slíkri spurningu. Og hvernig ættum við að greina milli orsakar og ástæðu ef við heíðum hengt hattinn okkar á snaga vegna þess að gestgjafinn hefði sagt: „Hengdu hattinn þinn á snagann þarna“? Ég held það væri ekkert fremur rétt að kalla það ástæðu en andlega orsök þótt hlýðnin við beiðnina feli í sér skilning á orðunum sem sögð eru. Þetta má líta á sem tilraun til að 36 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.