Hugur - 01.01.2002, Side 58

Hugur - 01.01.2002, Side 58
Hugur Stefán Snævarr „efahyggju um túlkanir" og spannar hún bæði þá skoðun að túlkun sé huglæg (súbjektíf) og þá kenningu að réttmæti hennar sé afstætt við túlkunarsamfélög. Ég skilgreini „efahyggju um túlkanir“ sem „þá skoð- un að réttmæti túlkana verði hvorki stutt né hrakið með rökum sem hafa altækt (úníversalt) gildi“ en bæði hug- og afstæðishyggja falla und- ir þá skilgreiningu.2 „Hlutlægnishyggju“ skilgreini ég sem „þá skoðun að til séu sannar, óvéfengjanlegar túlkanir á bókmenntaverkum og að verk- in hafí gefið, hlutlægt eðli“. Hlutlægnissinninn er kannski til í að viður- kenna að sum verk séu margræð en segir að góð túlkun dragi alla túlk- unarmöguleika margræðs verks fram í dagsljósið. Fjölræð bókmennta- verk verða nefnilega ekki túlkuð að vild, túlkunarmöguleikarnir eru gefnar stærðir.3 Ur því ég er á annað borð byrjaöur að punda skilgreiningum á lesend- ur þá læt ég fljóta með skilgreiningu á skynsamlegri túlkun: „Túlkun er skynsamleg ef hún er bæði rökstyðjanleg og hrekjanleg4 og ef rökin með og móti henni hafa altækt gildi“. Takið eftir að ég ræði aðeins nægjanleg skilyrði þess að túlkun sé skynsamleg en læt liggja á milli hluta hvort hægt sé að finna nauðsynleg skilyrði að auki. Takið líka eftir muninum á skynsamlegum og hlutlægum túlkunum eins og ég nota þessi orð: í fyrsta lagi eru þær hlutlægu óvéfengjanlegar, þær skynsamlegu ekki. í öðru lagi verða þær hlutlægu að vera sannar, þær skynsamlegu þurfa þess ekki, því röng en velrökstudd og auðprófanleg túlkun er skynsam- leg. I þriðja lagi geta túlkanir verið skynsamlegar þótt bókmenntaverk hafi ekkert hlutlægt eðli. Vel má vera að efnisheimurinn hafi ekkert hlutlægt eðli og sé að hluta sköpunarverk máls okkar og skynfæra en samt eru til rökstyðjanlegar og hrekjanlegar tilgátur um hann. Við þetta má bæta að skynsamleg túlkun verður í einn stað að segja eitthvað áhugavekjandi og af viti um verkið, ef hún býður aðeins upp á sjálfsögð (,,triviel“) sannindi er hún lítils virði. í annan stað verða að vera til góð rök fyrir því að hún brjóti ekki í bága við meintar staðreyndir um bók- menntaverkið, í þriðja lagi verður verður hún að vera laus við röklegar mótsagnir. 2 I þessari grein nota ég „hughyggja" í merkingunni „súbjektífismi", ekki „ideal- ismi“. Því getur hughyggjumaður um bókmenntatúlkanir verið harsoðinn efnis- hyggjumaður. 3 Þessi er í megindráttum skoðun hlutlægnissinnans Monroe Beardsleys. Beards- ley: Aesthetics. Problems in the Philosophy of Criticism (Hackett: Indianapolis, 1981) t.d. bls. li. 4 Hrekjanleg er sú tilgáta sem getur hugsanlega verið röng og er prófanleg í einum eða öðrum skilningi orðsins. Reynslan er gjarnan prófsteinn tilgátu. Ég sé samt ekkert gegn því að kalla tilgátu „hrekjanlega" ef hægt er að prófa röklegt sam- hengi hennar. Óskýrt orðuð tilgáta er illprófanleg hvað röklegt samhengi varðar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.