Hugur - 01.01.2002, Blaðsíða 58
Hugur
Stefán Snævarr
„efahyggju um túlkanir" og spannar hún bæði þá skoðun að túlkun sé
huglæg (súbjektíf) og þá kenningu að réttmæti hennar sé afstætt við
túlkunarsamfélög. Ég skilgreini „efahyggju um túlkanir“ sem „þá skoð-
un að réttmæti túlkana verði hvorki stutt né hrakið með rökum sem
hafa altækt (úníversalt) gildi“ en bæði hug- og afstæðishyggja falla und-
ir þá skilgreiningu.2 „Hlutlægnishyggju“ skilgreini ég sem „þá skoðun að
til séu sannar, óvéfengjanlegar túlkanir á bókmenntaverkum og að verk-
in hafí gefið, hlutlægt eðli“. Hlutlægnissinninn er kannski til í að viður-
kenna að sum verk séu margræð en segir að góð túlkun dragi alla túlk-
unarmöguleika margræðs verks fram í dagsljósið. Fjölræð bókmennta-
verk verða nefnilega ekki túlkuð að vild, túlkunarmöguleikarnir eru
gefnar stærðir.3
Ur því ég er á annað borð byrjaöur að punda skilgreiningum á lesend-
ur þá læt ég fljóta með skilgreiningu á skynsamlegri túlkun: „Túlkun er
skynsamleg ef hún er bæði rökstyðjanleg og hrekjanleg4 og ef rökin með
og móti henni hafa altækt gildi“. Takið eftir að ég ræði aðeins nægjanleg
skilyrði þess að túlkun sé skynsamleg en læt liggja á milli hluta hvort
hægt sé að finna nauðsynleg skilyrði að auki. Takið líka eftir muninum
á skynsamlegum og hlutlægum túlkunum eins og ég nota þessi orð: í
fyrsta lagi eru þær hlutlægu óvéfengjanlegar, þær skynsamlegu ekki. í
öðru lagi verða þær hlutlægu að vera sannar, þær skynsamlegu þurfa
þess ekki, því röng en velrökstudd og auðprófanleg túlkun er skynsam-
leg. I þriðja lagi geta túlkanir verið skynsamlegar þótt bókmenntaverk
hafi ekkert hlutlægt eðli. Vel má vera að efnisheimurinn hafi ekkert
hlutlægt eðli og sé að hluta sköpunarverk máls okkar og skynfæra en
samt eru til rökstyðjanlegar og hrekjanlegar tilgátur um hann. Við þetta
má bæta að skynsamleg túlkun verður í einn stað að segja eitthvað
áhugavekjandi og af viti um verkið, ef hún býður aðeins upp á sjálfsögð
(,,triviel“) sannindi er hún lítils virði. í annan stað verða að vera til góð
rök fyrir því að hún brjóti ekki í bága við meintar staðreyndir um bók-
menntaverkið, í þriðja lagi verður verður hún að vera laus við röklegar
mótsagnir.
2 I þessari grein nota ég „hughyggja" í merkingunni „súbjektífismi", ekki „ideal-
ismi“. Því getur hughyggjumaður um bókmenntatúlkanir verið harsoðinn efnis-
hyggjumaður.
3 Þessi er í megindráttum skoðun hlutlægnissinnans Monroe Beardsleys. Beards-
ley: Aesthetics. Problems in the Philosophy of Criticism (Hackett: Indianapolis,
1981) t.d. bls. li.
4 Hrekjanleg er sú tilgáta sem getur hugsanlega verið röng og er prófanleg í einum
eða öðrum skilningi orðsins. Reynslan er gjarnan prófsteinn tilgátu. Ég sé samt
ekkert gegn því að kalla tilgátu „hrekjanlega" ef hægt er að prófa röklegt sam-
hengi hennar. Óskýrt orðuð tilgáta er illprófanleg hvað röklegt samhengi varðar.