Hugur - 01.06.2002, Page 8
Hugur
Inngangur ritstjóra
ari stöðu mála. En hvernig stendur á þessu? Á tímum stjórnmálalegs
umróts, óræðra og ófyrirsegjanlegra þjóðfélagsbreytinga, opinberra
ákvarðana sem varða líf fólks um allan heim um ófyrirsjáanlega
framtíð - hvernig stendur á því að heimspeki er í meira og meira
mæli sett hjá og verður stöðugt meira utanveltu við þá umræðu sem
fram fer innan háskólanna og í þjóðfélaginu?
Þó að undirritaður telji sig tæpast færan um að skýra þetta í smá-
atriðum, hvað þá til að setja fram heildarskýringu, má láta sig gruna
að hún liggi að einhverju leyti í viðhorfi heimspekinganna sjálfra.
Heimspekingar í háskólum á vesturlöndum, þetta á nú kannski eink-
um við um Bandaríkin, hafa sterka tilhneigingu til að skilja fræði sín
frá öðrum greinum hug- og félagsvísinda og fyrir bragðið eru samfé-
lagstengsl þeirra ekki hin sömu og annarra greina.
Nú er þessi tilgáta að öllu leyti félagsleg eins og hún er sett fram
hér og þar að auki byggð á tilviljunarkenndum athugunum. Ég held
þó að sannleikskorn sé í henni, hvernig sem á það er litið. Ég ætla að
nefna nokkrar staðreyndir: Þegar auglýstir eru styrkir eða stöður
innan háskólanna og skólakerfisins þar sem leitað er að fólki með
víða eða almenna menntun og hæfileika og sérstök áhersla lögð á
bakgrunn í hugvísindum er mjög sjaldgæft að heimspeki sé nefnd
sem æskileg eða möguleg sérhæfing. Þegar leitað er að fólki til að
starfa á alþjóðavettvangi þar sem fjölbreytt reynsla og góð menntun
skipta miklu máli og því gjarnan hugað að fólki með menntun á sviði
hug- og félagsvísinda, er sjaldan eða aldrei óskað eftir fólki með próf
í heimspeki. Það var talsvert gert úr því fyTÍr nokkrum árum að fólk
með menntun í heimspeki ætti meiri möguleika en annað hugvísinda-
fólk á að fá vinnu við almannatengsl og fleira af því tagi hjá stórum
fyrirtækjum og að viðskiptalífið væri farið að meta að verðleikum
færnina sem í því felst að geta greint rök og rökleysur með þeim hætti
sem heimspekingar temja sér. Bandaríska dagblaðið New York Times
birtir til dæmis reglulega greinar þar sem einhverju af þessu tagi er
haldið fram um starfsmöguleika heimspekinga. Þegar betur er að gáð
er málið þó alls ekki svona einfalt: Hafi heimspekimenntað fólk meiri
starfsmöguleika í viðskiptalífinu en áður var þá haldast þeir mögu-
leikar í hendur við kröfur um fjölbreyttari menntun almennt. Þetta
hefur komið fram í breyttum áherslum í viðskiptamenntun: Þeim sem
veita menntun á sviði viðskipta og stjórnunar er yfirleitt vel Ijóst að
staðgóð undirstaða í hug- og félagsvísindum getur verið mikilvægt
vegarnesti ekki síður en sú tæknilega þekking sem nauðsynlegt er að
hafa á valdi sínu.
6