Hugur - 01.06.2002, Page 8

Hugur - 01.06.2002, Page 8
Hugur Inngangur ritstjóra ari stöðu mála. En hvernig stendur á þessu? Á tímum stjórnmálalegs umróts, óræðra og ófyrirsegjanlegra þjóðfélagsbreytinga, opinberra ákvarðana sem varða líf fólks um allan heim um ófyrirsjáanlega framtíð - hvernig stendur á því að heimspeki er í meira og meira mæli sett hjá og verður stöðugt meira utanveltu við þá umræðu sem fram fer innan háskólanna og í þjóðfélaginu? Þó að undirritaður telji sig tæpast færan um að skýra þetta í smá- atriðum, hvað þá til að setja fram heildarskýringu, má láta sig gruna að hún liggi að einhverju leyti í viðhorfi heimspekinganna sjálfra. Heimspekingar í háskólum á vesturlöndum, þetta á nú kannski eink- um við um Bandaríkin, hafa sterka tilhneigingu til að skilja fræði sín frá öðrum greinum hug- og félagsvísinda og fyrir bragðið eru samfé- lagstengsl þeirra ekki hin sömu og annarra greina. Nú er þessi tilgáta að öllu leyti félagsleg eins og hún er sett fram hér og þar að auki byggð á tilviljunarkenndum athugunum. Ég held þó að sannleikskorn sé í henni, hvernig sem á það er litið. Ég ætla að nefna nokkrar staðreyndir: Þegar auglýstir eru styrkir eða stöður innan háskólanna og skólakerfisins þar sem leitað er að fólki með víða eða almenna menntun og hæfileika og sérstök áhersla lögð á bakgrunn í hugvísindum er mjög sjaldgæft að heimspeki sé nefnd sem æskileg eða möguleg sérhæfing. Þegar leitað er að fólki til að starfa á alþjóðavettvangi þar sem fjölbreytt reynsla og góð menntun skipta miklu máli og því gjarnan hugað að fólki með menntun á sviði hug- og félagsvísinda, er sjaldan eða aldrei óskað eftir fólki með próf í heimspeki. Það var talsvert gert úr því fyTÍr nokkrum árum að fólk með menntun í heimspeki ætti meiri möguleika en annað hugvísinda- fólk á að fá vinnu við almannatengsl og fleira af því tagi hjá stórum fyrirtækjum og að viðskiptalífið væri farið að meta að verðleikum færnina sem í því felst að geta greint rök og rökleysur með þeim hætti sem heimspekingar temja sér. Bandaríska dagblaðið New York Times birtir til dæmis reglulega greinar þar sem einhverju af þessu tagi er haldið fram um starfsmöguleika heimspekinga. Þegar betur er að gáð er málið þó alls ekki svona einfalt: Hafi heimspekimenntað fólk meiri starfsmöguleika í viðskiptalífinu en áður var þá haldast þeir mögu- leikar í hendur við kröfur um fjölbreyttari menntun almennt. Þetta hefur komið fram í breyttum áherslum í viðskiptamenntun: Þeim sem veita menntun á sviði viðskipta og stjórnunar er yfirleitt vel Ijóst að staðgóð undirstaða í hug- og félagsvísindum getur verið mikilvægt vegarnesti ekki síður en sú tæknilega þekking sem nauðsynlegt er að hafa á valdi sínu. 6
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.